Tökum skref í átt til jafnréttis Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar 18. júní 2009 03:00 Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við minnumst þess í dag og fögnum þeim skrefum sem hafa verið tekin áfram á veginum til samfélags þar sem konur standa jafnfætis körlum. Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann hvað séu brýnustu verkefnin sem þarf að leysa nú á krepputímum til að jafnrétti megi ríkja í samfélaginu. Þegar kreppan skall á varð samdráttur í mörgum greinum þar sem karlar eru í meirihluta, svo sem byggingariðnaði. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkið ætli að forgangsraða verkefnum í þágu mannaflsfrekra framkvæmda til að sporna við atvinnuleysi. Í yfirlýsingunni stendur enn fremur að standa eigi vörð um opinber störf, „ekki síst í velferðarþjónustu og menntastofnunum". Konur eru stór hluti þeirra sem gegna opinberum störfum, sér í lagi störfum í velferðarþjónustu og menntakerfinu. Það á sem sé að forgangsraða þannig að fjölga störfum þar sem karlar eru í meirihluta, en standa vörð um störf þar sem konur eru fjölmennari. Enn eru fleiri karlar án atvinnu en konur, atvinnuleysi er 9,7% meðal karla og 7,4% meðal kvenna. Það er þó mikilvægt að sjá hvert við stefnum og þróunin er uggvænleg því að í maískýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði segir að atvinnuleysi minnki um 3,8% meðal karla en aukist um 2,9% á meðal kvenna. Það virðist því ganga ágætlega að fjölga karlastörfum en verr að standa vörð um kvennastörfin. Þetta er ekki síst alvarlegt þegar litið er til þess að konur hafa almennt minni tekjur en karlar og kynbundinn launamunur er viðvarandi vandamál hérlendis. Jafnréttisnefnd BSRB hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða sem gagnast báðum kynjum og án þess að slík atvinnusköpun verði á kostnað mikilvægrar starfsemi velferðarkerfisins. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Atburðarásin má hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Reynslan kennir að allt of oft hefur raunin orðið sú á samdráttartímum. Þannig hefur beinlínis verið ráðist í atvinnusköpun á kostnað kvenna". Til þess eru vítin að varast þau. Nú er stórhættulegt að sofna á verðinum, því ef það gerist þá getum við endað með að ganga aftur á bak í stað þess að fara áfram á veginum til jafnréttis. Það er skref áfram að verja velferðarkerfið og störf þeirra sem sinna grunnvelferðarþjónustu fyrir þjóðina, og það er skref áfram að leggja áherslu á atvinnusköpun fyrir bæði kynin. Tökum þetta skref. Til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við minnumst þess í dag og fögnum þeim skrefum sem hafa verið tekin áfram á veginum til samfélags þar sem konur standa jafnfætis körlum. Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann hvað séu brýnustu verkefnin sem þarf að leysa nú á krepputímum til að jafnrétti megi ríkja í samfélaginu. Þegar kreppan skall á varð samdráttur í mörgum greinum þar sem karlar eru í meirihluta, svo sem byggingariðnaði. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkið ætli að forgangsraða verkefnum í þágu mannaflsfrekra framkvæmda til að sporna við atvinnuleysi. Í yfirlýsingunni stendur enn fremur að standa eigi vörð um opinber störf, „ekki síst í velferðarþjónustu og menntastofnunum". Konur eru stór hluti þeirra sem gegna opinberum störfum, sér í lagi störfum í velferðarþjónustu og menntakerfinu. Það á sem sé að forgangsraða þannig að fjölga störfum þar sem karlar eru í meirihluta, en standa vörð um störf þar sem konur eru fjölmennari. Enn eru fleiri karlar án atvinnu en konur, atvinnuleysi er 9,7% meðal karla og 7,4% meðal kvenna. Það er þó mikilvægt að sjá hvert við stefnum og þróunin er uggvænleg því að í maískýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði segir að atvinnuleysi minnki um 3,8% meðal karla en aukist um 2,9% á meðal kvenna. Það virðist því ganga ágætlega að fjölga karlastörfum en verr að standa vörð um kvennastörfin. Þetta er ekki síst alvarlegt þegar litið er til þess að konur hafa almennt minni tekjur en karlar og kynbundinn launamunur er viðvarandi vandamál hérlendis. Jafnréttisnefnd BSRB hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða sem gagnast báðum kynjum og án þess að slík atvinnusköpun verði á kostnað mikilvægrar starfsemi velferðarkerfisins. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Atburðarásin má hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Reynslan kennir að allt of oft hefur raunin orðið sú á samdráttartímum. Þannig hefur beinlínis verið ráðist í atvinnusköpun á kostnað kvenna". Til þess eru vítin að varast þau. Nú er stórhættulegt að sofna á verðinum, því ef það gerist þá getum við endað með að ganga aftur á bak í stað þess að fara áfram á veginum til jafnréttis. Það er skref áfram að verja velferðarkerfið og störf þeirra sem sinna grunnvelferðarþjónustu fyrir þjóðina, og það er skref áfram að leggja áherslu á atvinnusköpun fyrir bæði kynin. Tökum þetta skref. Til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun