Tökum skref í átt til jafnréttis Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar 18. júní 2009 03:00 Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við minnumst þess í dag og fögnum þeim skrefum sem hafa verið tekin áfram á veginum til samfélags þar sem konur standa jafnfætis körlum. Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann hvað séu brýnustu verkefnin sem þarf að leysa nú á krepputímum til að jafnrétti megi ríkja í samfélaginu. Þegar kreppan skall á varð samdráttur í mörgum greinum þar sem karlar eru í meirihluta, svo sem byggingariðnaði. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkið ætli að forgangsraða verkefnum í þágu mannaflsfrekra framkvæmda til að sporna við atvinnuleysi. Í yfirlýsingunni stendur enn fremur að standa eigi vörð um opinber störf, „ekki síst í velferðarþjónustu og menntastofnunum". Konur eru stór hluti þeirra sem gegna opinberum störfum, sér í lagi störfum í velferðarþjónustu og menntakerfinu. Það á sem sé að forgangsraða þannig að fjölga störfum þar sem karlar eru í meirihluta, en standa vörð um störf þar sem konur eru fjölmennari. Enn eru fleiri karlar án atvinnu en konur, atvinnuleysi er 9,7% meðal karla og 7,4% meðal kvenna. Það er þó mikilvægt að sjá hvert við stefnum og þróunin er uggvænleg því að í maískýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði segir að atvinnuleysi minnki um 3,8% meðal karla en aukist um 2,9% á meðal kvenna. Það virðist því ganga ágætlega að fjölga karlastörfum en verr að standa vörð um kvennastörfin. Þetta er ekki síst alvarlegt þegar litið er til þess að konur hafa almennt minni tekjur en karlar og kynbundinn launamunur er viðvarandi vandamál hérlendis. Jafnréttisnefnd BSRB hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða sem gagnast báðum kynjum og án þess að slík atvinnusköpun verði á kostnað mikilvægrar starfsemi velferðarkerfisins. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Atburðarásin má hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Reynslan kennir að allt of oft hefur raunin orðið sú á samdráttartímum. Þannig hefur beinlínis verið ráðist í atvinnusköpun á kostnað kvenna". Til þess eru vítin að varast þau. Nú er stórhættulegt að sofna á verðinum, því ef það gerist þá getum við endað með að ganga aftur á bak í stað þess að fara áfram á veginum til jafnréttis. Það er skref áfram að verja velferðarkerfið og störf þeirra sem sinna grunnvelferðarþjónustu fyrir þjóðina, og það er skref áfram að leggja áherslu á atvinnusköpun fyrir bæði kynin. Tökum þetta skref. Til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við minnumst þess í dag og fögnum þeim skrefum sem hafa verið tekin áfram á veginum til samfélags þar sem konur standa jafnfætis körlum. Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann hvað séu brýnustu verkefnin sem þarf að leysa nú á krepputímum til að jafnrétti megi ríkja í samfélaginu. Þegar kreppan skall á varð samdráttur í mörgum greinum þar sem karlar eru í meirihluta, svo sem byggingariðnaði. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkið ætli að forgangsraða verkefnum í þágu mannaflsfrekra framkvæmda til að sporna við atvinnuleysi. Í yfirlýsingunni stendur enn fremur að standa eigi vörð um opinber störf, „ekki síst í velferðarþjónustu og menntastofnunum". Konur eru stór hluti þeirra sem gegna opinberum störfum, sér í lagi störfum í velferðarþjónustu og menntakerfinu. Það á sem sé að forgangsraða þannig að fjölga störfum þar sem karlar eru í meirihluta, en standa vörð um störf þar sem konur eru fjölmennari. Enn eru fleiri karlar án atvinnu en konur, atvinnuleysi er 9,7% meðal karla og 7,4% meðal kvenna. Það er þó mikilvægt að sjá hvert við stefnum og þróunin er uggvænleg því að í maískýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði segir að atvinnuleysi minnki um 3,8% meðal karla en aukist um 2,9% á meðal kvenna. Það virðist því ganga ágætlega að fjölga karlastörfum en verr að standa vörð um kvennastörfin. Þetta er ekki síst alvarlegt þegar litið er til þess að konur hafa almennt minni tekjur en karlar og kynbundinn launamunur er viðvarandi vandamál hérlendis. Jafnréttisnefnd BSRB hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða sem gagnast báðum kynjum og án þess að slík atvinnusköpun verði á kostnað mikilvægrar starfsemi velferðarkerfisins. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Atburðarásin má hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Reynslan kennir að allt of oft hefur raunin orðið sú á samdráttartímum. Þannig hefur beinlínis verið ráðist í atvinnusköpun á kostnað kvenna". Til þess eru vítin að varast þau. Nú er stórhættulegt að sofna á verðinum, því ef það gerist þá getum við endað með að ganga aftur á bak í stað þess að fara áfram á veginum til jafnréttis. Það er skref áfram að verja velferðarkerfið og störf þeirra sem sinna grunnvelferðarþjónustu fyrir þjóðina, og það er skref áfram að leggja áherslu á atvinnusköpun fyrir bæði kynin. Tökum þetta skref. Til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun