Tökum skref í átt til jafnréttis Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar 18. júní 2009 03:00 Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við minnumst þess í dag og fögnum þeim skrefum sem hafa verið tekin áfram á veginum til samfélags þar sem konur standa jafnfætis körlum. Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann hvað séu brýnustu verkefnin sem þarf að leysa nú á krepputímum til að jafnrétti megi ríkja í samfélaginu. Þegar kreppan skall á varð samdráttur í mörgum greinum þar sem karlar eru í meirihluta, svo sem byggingariðnaði. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkið ætli að forgangsraða verkefnum í þágu mannaflsfrekra framkvæmda til að sporna við atvinnuleysi. Í yfirlýsingunni stendur enn fremur að standa eigi vörð um opinber störf, „ekki síst í velferðarþjónustu og menntastofnunum". Konur eru stór hluti þeirra sem gegna opinberum störfum, sér í lagi störfum í velferðarþjónustu og menntakerfinu. Það á sem sé að forgangsraða þannig að fjölga störfum þar sem karlar eru í meirihluta, en standa vörð um störf þar sem konur eru fjölmennari. Enn eru fleiri karlar án atvinnu en konur, atvinnuleysi er 9,7% meðal karla og 7,4% meðal kvenna. Það er þó mikilvægt að sjá hvert við stefnum og þróunin er uggvænleg því að í maískýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði segir að atvinnuleysi minnki um 3,8% meðal karla en aukist um 2,9% á meðal kvenna. Það virðist því ganga ágætlega að fjölga karlastörfum en verr að standa vörð um kvennastörfin. Þetta er ekki síst alvarlegt þegar litið er til þess að konur hafa almennt minni tekjur en karlar og kynbundinn launamunur er viðvarandi vandamál hérlendis. Jafnréttisnefnd BSRB hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða sem gagnast báðum kynjum og án þess að slík atvinnusköpun verði á kostnað mikilvægrar starfsemi velferðarkerfisins. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Atburðarásin má hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Reynslan kennir að allt of oft hefur raunin orðið sú á samdráttartímum. Þannig hefur beinlínis verið ráðist í atvinnusköpun á kostnað kvenna". Til þess eru vítin að varast þau. Nú er stórhættulegt að sofna á verðinum, því ef það gerist þá getum við endað með að ganga aftur á bak í stað þess að fara áfram á veginum til jafnréttis. Það er skref áfram að verja velferðarkerfið og störf þeirra sem sinna grunnvelferðarþjónustu fyrir þjóðina, og það er skref áfram að leggja áherslu á atvinnusköpun fyrir bæði kynin. Tökum þetta skref. Til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við minnumst þess í dag og fögnum þeim skrefum sem hafa verið tekin áfram á veginum til samfélags þar sem konur standa jafnfætis körlum. Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann hvað séu brýnustu verkefnin sem þarf að leysa nú á krepputímum til að jafnrétti megi ríkja í samfélaginu. Þegar kreppan skall á varð samdráttur í mörgum greinum þar sem karlar eru í meirihluta, svo sem byggingariðnaði. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkið ætli að forgangsraða verkefnum í þágu mannaflsfrekra framkvæmda til að sporna við atvinnuleysi. Í yfirlýsingunni stendur enn fremur að standa eigi vörð um opinber störf, „ekki síst í velferðarþjónustu og menntastofnunum". Konur eru stór hluti þeirra sem gegna opinberum störfum, sér í lagi störfum í velferðarþjónustu og menntakerfinu. Það á sem sé að forgangsraða þannig að fjölga störfum þar sem karlar eru í meirihluta, en standa vörð um störf þar sem konur eru fjölmennari. Enn eru fleiri karlar án atvinnu en konur, atvinnuleysi er 9,7% meðal karla og 7,4% meðal kvenna. Það er þó mikilvægt að sjá hvert við stefnum og þróunin er uggvænleg því að í maískýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði segir að atvinnuleysi minnki um 3,8% meðal karla en aukist um 2,9% á meðal kvenna. Það virðist því ganga ágætlega að fjölga karlastörfum en verr að standa vörð um kvennastörfin. Þetta er ekki síst alvarlegt þegar litið er til þess að konur hafa almennt minni tekjur en karlar og kynbundinn launamunur er viðvarandi vandamál hérlendis. Jafnréttisnefnd BSRB hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða sem gagnast báðum kynjum og án þess að slík atvinnusköpun verði á kostnað mikilvægrar starfsemi velferðarkerfisins. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Atburðarásin má hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Reynslan kennir að allt of oft hefur raunin orðið sú á samdráttartímum. Þannig hefur beinlínis verið ráðist í atvinnusköpun á kostnað kvenna". Til þess eru vítin að varast þau. Nú er stórhættulegt að sofna á verðinum, því ef það gerist þá getum við endað með að ganga aftur á bak í stað þess að fara áfram á veginum til jafnréttis. Það er skref áfram að verja velferðarkerfið og störf þeirra sem sinna grunnvelferðarþjónustu fyrir þjóðina, og það er skref áfram að leggja áherslu á atvinnusköpun fyrir bæði kynin. Tökum þetta skref. Til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun