Erlent

Monty Python heiðraðir á 40 ára afmælinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Monty Python-hópurinn á meðan allir voru á lífi.
Monty Python-hópurinn á meðan allir voru á lífi.

Gamanleikhópurinn Monty Python kom saman í New York á 40 ára afmæli sínu í gær og tók þar við viðurkenningu.

Bresku háðfuglarnir, sem á sínum tíma urðu heimsþekktir fyrir kvikmyndir á borð við Life of Brian og The Holy Grail, hófu feril sinn árið 1969 með sjónvarpsþáttaröðinni Monty Python's Flying Circus. Í hópnum eru þeir John Cleese, sem sennilega má telja til Íslandsvina eftir Kaupþingsauglýsingar hans, Terry Gilliam, sem nú leikstýrir kvikmyndum, Eric Idle, Terry Jones, Michael Palin og Graham Chapman en sá síðasttaldi er látinn.

Það var breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían sem kallaði þá félaga saman og afhenti þeim veglegan verðlaunagrip á samkomu í New York í gær. Cleese tók við gripnum og bað viðstadda að virða hann vel fyrir sér, hann yrði kominn á eBay-uppboðsvefinn á morgun. Hópurinn svaraði því næst spurningum gesta og sagði Cleese þá frá vandræðalegasta augnabliki sínu á ferlinum en það var þegar hann missti niður um sig buxurnar á sýningu sem sjálf Englandsdrottning kom að sjá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×