Heilbrigð samkeppni 29. ágúst 2009 06:00 Árið 2003 seldi ríkissjóður Sementsverksmiðjuna hæstbjóðanda fyrir 68 milljónir króna. Kaupendur voru þrír með jafnan hlut, BM Vallá, Björgun og hið norska Norcem sem er í eigu eins stærsta sementsframleiðanda heims, Heidelberg Cement. Áður en til kom að kaupverðið væri reitt af hendi keypti ríkið til baka lítinn hlut í verksmiðjunni fyrir ríflega 500 milljónir króna! Þetta var auðvitað afar sérkennilegur gjörningur. Nettó söluverð Sementsverkmiðjunnar var því vel innan við mínus – segi og skrifa – 450 milljónir króna. Ríkið sumsé greiddi tæplega hálfan milljarð með verksmiðjunni, auk þess að taka á sig ýmsar aðrar skuldbindingar, þar á meðal lífeyrisréttindi. Þetta var sú forgjöf sem hið nýstofnaða fyrirtæki, Íslenskt sement – Sementsverksmiðjan, fékk til að geta stundað samkeppni gagnvart hinu danska Aalborg Portland á Íslandi. Þá var gerður samningur um sérkjör á raforkukaupum, auk þess sem verksmiðjan þarf ekki að greiða umhverfisskatt vegna útblásturs á CO2, þrátt fyrir að sementsframleiðendur í flestum löndum Evrópu þurfi að gera slíkt. Hið nýja félag fékk sum sé ríflegt ríkisframlag til þess að leggja upp í samkeppni við Aalborg Portland á Íslandi. Íslenskt sement þurfti í upphafi ekki að kvarta, því rífandi þensla var á markaði vegna húsnæðisbólunnar og Kárahnjúkavirkjunar. Markaður fyrir sement var allt að 300.000 þúsund tonn árlega á tímabilinu 2004-2008, um það bil þrefalt magn venjulegs árferðis. Sementsverksmiðjan annaði ekki eftirspurn og þurfti að flytja inn gjall og sement. Þessi mikla þensla og gósentíð kom þó ekki í veg fyrir að verksmiðjan væri rekin með tapi á árunum 2004-2008 utan að eitt árið náði reksturinn að hanga í járnum. Verksmiðjan var rekin með tapi í mesta góðæri Íslandssögunnar – einstakri gósentíð á sementsmarkaði. Nú hefur byggingamarkaður hrunið, árleg sementsnotkun er um eitt hundrað þúsund tonn. Miðað við afleita afkomu í þenslunni er ekki skrítið að Sementsverksmiðjunni gangi illa nú um stundir og vilji hlaupa í faðm ríkisins. Nú er leitað að blóraböggli og auðvitað er hinu danska félagi kennt um afleita afkomu og væntanlega lokun verksmiðjunnar. Forsvarsmenn Íslensks sements, Verkslýðsfélags Akraness og Samtaka iðnaðarins vilja koma í veg fyrir samkeppni á markaði frá hinu danska Aalborg-Portland. Það er heimtað að fyrirtæki og stofnanir kaupi sement af Akranesi. Það stendur ekki til frekar en fyrri daginn að líta í eigin barm og kanna hvað í reynd valdi lélegri afkomu. Að sjálfsögðu er kannski rétt, áður en íslenska ríkið fer aftur að dæla ríkispeningum aftur inn í Sementsverksmiðjuna, að eftirfarandi spurningum verði svarað: 1. Af hverju var ekki hægt að reka Sementsverksmiðjuna með viðunandi afkomu á árunum 2004-2008 þegar sala var svo mikil að erfitt var að anna eftirspurn? 2. Af hverju þurfti Sementsverksmiðjan milljónir evra að láni í gósentíðinni, stuttu eftir að íslenska ríkið hafði lagt verksmiðjunni til hundruð milljóna króna þegar hún var seld. Í frægri lánabók Kaupþings kemur fram að Sementsverksmiðjan fékk hundruð milljónir að láni. Undirritaður hefur sem og margir aðrir forsvarsmenn fyrirtækja þurft að hagræða í kreppunni og því miður þurft að grípa til uppsagna og skerða starfshlutföll starfsmanna. Slíkt er alltaf erfitt og leiðigjarnt. Því miður þá hafa þúsundir góðra starfsmanna á Íslandi þurft að búa við slíkt. Þegar kemur að skertu starfshlutfalli starfsmanna Sementsverksmiðjunnar virðist sem allt önnur lögmál gildi en um tugþúsundir annarra Íslendinga. Af hverju ? Þess er krafist að ríkið beiti valdi og beini fyrirtækjum, sem fallið hafa í eigu ríkisins, og stofnunum í viðskipti við Sementsverkmiðjuna á Akranesi. Einkafyrirtæki, sem meðal annars er í eigu norskra aðila, krefst þess að íslenska ríkið kippi samkeppni á sementsmarkaði úr sambandi og ráðherra tekur undir þessa kröfu. Stendur til að hverfa aftur til ríkiseinokunar á sementsmarkaði? Stendur til að flæma úr landi fyrirtæki sem hefur fjárfest fyrir hundruð milljónir króna og komið á samkeppni á sementsmarkaði? Höfundur er framkvæmdastjóri Aalborg Portland Ísland ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2003 seldi ríkissjóður Sementsverksmiðjuna hæstbjóðanda fyrir 68 milljónir króna. Kaupendur voru þrír með jafnan hlut, BM Vallá, Björgun og hið norska Norcem sem er í eigu eins stærsta sementsframleiðanda heims, Heidelberg Cement. Áður en til kom að kaupverðið væri reitt af hendi keypti ríkið til baka lítinn hlut í verksmiðjunni fyrir ríflega 500 milljónir króna! Þetta var auðvitað afar sérkennilegur gjörningur. Nettó söluverð Sementsverkmiðjunnar var því vel innan við mínus – segi og skrifa – 450 milljónir króna. Ríkið sumsé greiddi tæplega hálfan milljarð með verksmiðjunni, auk þess að taka á sig ýmsar aðrar skuldbindingar, þar á meðal lífeyrisréttindi. Þetta var sú forgjöf sem hið nýstofnaða fyrirtæki, Íslenskt sement – Sementsverksmiðjan, fékk til að geta stundað samkeppni gagnvart hinu danska Aalborg Portland á Íslandi. Þá var gerður samningur um sérkjör á raforkukaupum, auk þess sem verksmiðjan þarf ekki að greiða umhverfisskatt vegna útblásturs á CO2, þrátt fyrir að sementsframleiðendur í flestum löndum Evrópu þurfi að gera slíkt. Hið nýja félag fékk sum sé ríflegt ríkisframlag til þess að leggja upp í samkeppni við Aalborg Portland á Íslandi. Íslenskt sement þurfti í upphafi ekki að kvarta, því rífandi þensla var á markaði vegna húsnæðisbólunnar og Kárahnjúkavirkjunar. Markaður fyrir sement var allt að 300.000 þúsund tonn árlega á tímabilinu 2004-2008, um það bil þrefalt magn venjulegs árferðis. Sementsverksmiðjan annaði ekki eftirspurn og þurfti að flytja inn gjall og sement. Þessi mikla þensla og gósentíð kom þó ekki í veg fyrir að verksmiðjan væri rekin með tapi á árunum 2004-2008 utan að eitt árið náði reksturinn að hanga í járnum. Verksmiðjan var rekin með tapi í mesta góðæri Íslandssögunnar – einstakri gósentíð á sementsmarkaði. Nú hefur byggingamarkaður hrunið, árleg sementsnotkun er um eitt hundrað þúsund tonn. Miðað við afleita afkomu í þenslunni er ekki skrítið að Sementsverksmiðjunni gangi illa nú um stundir og vilji hlaupa í faðm ríkisins. Nú er leitað að blóraböggli og auðvitað er hinu danska félagi kennt um afleita afkomu og væntanlega lokun verksmiðjunnar. Forsvarsmenn Íslensks sements, Verkslýðsfélags Akraness og Samtaka iðnaðarins vilja koma í veg fyrir samkeppni á markaði frá hinu danska Aalborg-Portland. Það er heimtað að fyrirtæki og stofnanir kaupi sement af Akranesi. Það stendur ekki til frekar en fyrri daginn að líta í eigin barm og kanna hvað í reynd valdi lélegri afkomu. Að sjálfsögðu er kannski rétt, áður en íslenska ríkið fer aftur að dæla ríkispeningum aftur inn í Sementsverksmiðjuna, að eftirfarandi spurningum verði svarað: 1. Af hverju var ekki hægt að reka Sementsverksmiðjuna með viðunandi afkomu á árunum 2004-2008 þegar sala var svo mikil að erfitt var að anna eftirspurn? 2. Af hverju þurfti Sementsverksmiðjan milljónir evra að láni í gósentíðinni, stuttu eftir að íslenska ríkið hafði lagt verksmiðjunni til hundruð milljóna króna þegar hún var seld. Í frægri lánabók Kaupþings kemur fram að Sementsverksmiðjan fékk hundruð milljónir að láni. Undirritaður hefur sem og margir aðrir forsvarsmenn fyrirtækja þurft að hagræða í kreppunni og því miður þurft að grípa til uppsagna og skerða starfshlutföll starfsmanna. Slíkt er alltaf erfitt og leiðigjarnt. Því miður þá hafa þúsundir góðra starfsmanna á Íslandi þurft að búa við slíkt. Þegar kemur að skertu starfshlutfalli starfsmanna Sementsverksmiðjunnar virðist sem allt önnur lögmál gildi en um tugþúsundir annarra Íslendinga. Af hverju ? Þess er krafist að ríkið beiti valdi og beini fyrirtækjum, sem fallið hafa í eigu ríkisins, og stofnunum í viðskipti við Sementsverkmiðjuna á Akranesi. Einkafyrirtæki, sem meðal annars er í eigu norskra aðila, krefst þess að íslenska ríkið kippi samkeppni á sementsmarkaði úr sambandi og ráðherra tekur undir þessa kröfu. Stendur til að hverfa aftur til ríkiseinokunar á sementsmarkaði? Stendur til að flæma úr landi fyrirtæki sem hefur fjárfest fyrir hundruð milljónir króna og komið á samkeppni á sementsmarkaði? Höfundur er framkvæmdastjóri Aalborg Portland Ísland ehf.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun