Erlent fjármagn þarf til endurreisnar 29. ágúst 2009 06:00 Enginn vafi leikur á því að nýting endurnýjanlegra orkulinda hér á landi hefur á undanförnum áratugum bætt lífskjör íslensku þjóðarinnar og fært þjóðarbúinu dýrmætar framtíðareignir. Erlend fyrirtæki hafa fjárfest í orkufrekum iðnaði, sem greiðir góð laun og skapar margvísleg þjónustustörf að auki. Í nýlegri skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir iðnaðarráðuneytið er niðurstaðan m.a. sú að flest bendi til að hagkvæmt sé fyrir þjóðina að ráðist verði í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum. Nýjar, arðsamar orkuframkvæmdir geta hleypt lífi í atvinnumálin og skapað skilyrði fyrir erlendar fjárfestingar, sem auka traust á þjóðinni meðal banka og fjárfesta. Þessar staðreyndir höfðu aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin án efa í huga, þegar skrifað var undir stöðugleikasáttmálann fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í hagvaxtarspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir stóriðjuverkefnum í Helguvík og Straumsvík. Það er hins vegar ekki nóg að gera áætlanir. Þeim verður að fylgja eftir með aðgerðum. Þetta gerðu ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins sér ljóst, þegar stöðugleikasáttmálinn var gerður. Í honum segir orðrétt: „Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun… Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009." Ástæðan fyrir því að 1. nóvember er nefndur er væntanlega annars vegar endurskoðunarákvæði í kjarasamningum og hins vegar að þá ætti niðurstaða að liggja fyrir í 2. áfanga rammaáætlunar. Uppbyggingarvandi Íslendinga í efnahagskreppunni liggur í því að erlendir bankar og fjárfestar eru ekki tilbúnir til að veita fé til landsins. Í kjölfar bankahrunsins hafa þeir ekki traust á stjórnvöldum, sem nú eru eigendur íslensku bankanna og fjölmargra fyrirtækja þ.ám. orkufyrirtækja. Nokkur erlend fyrirtæki hafa þó - þrátt fyrir allt - áhuga á að fjárfesta hér á landi í atvinnugreinum, sem tengjast orkuiðnaðinum. Í því liggja tækifæri fyrir okkur. Á næstu vikum og mánuðum verður það sameiginlegt verkefni stjórnvalda, orkufyrirtækja, aðila á vinnumarkaði og lífeyrissjóða að afla hér á landi og erlendis þeirra fjármuna, sem þarf til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik. Leita þarf nýrra fjármögnunarleiða með opnum huga. Ljóst er að ríkisvaldið þarf að hafa forystu í þessu starfi a.m.k. til að byrja með. Forsendan fyrir því að árangur náist er að þeim erlendu fjárfestum, sem hingað vilja koma, sé tekið opnum örmum og á þá sé litið sem samstarfsmenn en ekki óvelkomnar boðflennur. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Enginn vafi leikur á því að nýting endurnýjanlegra orkulinda hér á landi hefur á undanförnum áratugum bætt lífskjör íslensku þjóðarinnar og fært þjóðarbúinu dýrmætar framtíðareignir. Erlend fyrirtæki hafa fjárfest í orkufrekum iðnaði, sem greiðir góð laun og skapar margvísleg þjónustustörf að auki. Í nýlegri skýrslu, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir iðnaðarráðuneytið er niðurstaðan m.a. sú að flest bendi til að hagkvæmt sé fyrir þjóðina að ráðist verði í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum. Nýjar, arðsamar orkuframkvæmdir geta hleypt lífi í atvinnumálin og skapað skilyrði fyrir erlendar fjárfestingar, sem auka traust á þjóðinni meðal banka og fjárfesta. Þessar staðreyndir höfðu aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin án efa í huga, þegar skrifað var undir stöðugleikasáttmálann fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í hagvaxtarspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir stóriðjuverkefnum í Helguvík og Straumsvík. Það er hins vegar ekki nóg að gera áætlanir. Þeim verður að fylgja eftir með aðgerðum. Þetta gerðu ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins sér ljóst, þegar stöðugleikasáttmálinn var gerður. Í honum segir orðrétt: „Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun… Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009." Ástæðan fyrir því að 1. nóvember er nefndur er væntanlega annars vegar endurskoðunarákvæði í kjarasamningum og hins vegar að þá ætti niðurstaða að liggja fyrir í 2. áfanga rammaáætlunar. Uppbyggingarvandi Íslendinga í efnahagskreppunni liggur í því að erlendir bankar og fjárfestar eru ekki tilbúnir til að veita fé til landsins. Í kjölfar bankahrunsins hafa þeir ekki traust á stjórnvöldum, sem nú eru eigendur íslensku bankanna og fjölmargra fyrirtækja þ.ám. orkufyrirtækja. Nokkur erlend fyrirtæki hafa þó - þrátt fyrir allt - áhuga á að fjárfesta hér á landi í atvinnugreinum, sem tengjast orkuiðnaðinum. Í því liggja tækifæri fyrir okkur. Á næstu vikum og mánuðum verður það sameiginlegt verkefni stjórnvalda, orkufyrirtækja, aðila á vinnumarkaði og lífeyrissjóða að afla hér á landi og erlendis þeirra fjármuna, sem þarf til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik. Leita þarf nýrra fjármögnunarleiða með opnum huga. Ljóst er að ríkisvaldið þarf að hafa forystu í þessu starfi a.m.k. til að byrja með. Forsendan fyrir því að árangur náist er að þeim erlendu fjárfestum, sem hingað vilja koma, sé tekið opnum örmum og á þá sé litið sem samstarfsmenn en ekki óvelkomnar boðflennur. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar