Íslensk prentlög eru úrelt 29. ágúst 2009 06:00 Allt frá því að Sigríður Rut Júlíusdóttir vann meiðyrðamál á hendur ritsjórum tímaritsins Hér og nú fyrir hönd Bubba Morthens hafa flóðgáttir lögsókna á prentmiðla opnast. Lögfræðingurinn Vilhjálm Hans Vilhjálmsson hefur nýtt sér veikleika prentlaganna sem Sigríður fann í Bubba málinu og límt hennar rökflutning á hin margvíslegustu mál en þó oft án árangurs. Veikleiki prentlaganna er í grunninn túlkaður í dag með þessum hætti: Hver maður er frjáls skoðana sinna og sannfæringar og á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður blaðamaður þær fyrir dómi. Skv. stjórnarskrár íslands er þetta með öðrum hætti, eða: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Prentlögin samræmast því ekki 73. gr. stjórnarskrár. Laugardaginn 22. ágúst sl. birtist svo grein eftir lögmanninn Vilhjálm Hans Vilhjálmsson. Sá sem stýrir pennanum virðist fullur reiði og heilagrar vandlætingar í garð Birtíngs útgáfufélags og starfsmanna þess. Þó er það svo að fátt kemst nærri sannleikanum í greininni og lítið sem ekkert fer fyrir málefnalegum rökum. Of langt mál væri að leiðrétta allar þær rangfærslur sem lögmaðurinn fer með og skal því látið sitja við þær alvarlegustu. Í fyrsta lagi fullyrðir lögmaðurinn að á sl. mánuðum hafi gengið sjö dómar í héraðsdómi eða Hæstarétti, þar sem Birtingur eða blaðamenn þess og/eða tengdra félaga hafi verið dæmdir fyrir hegningarlagabrot. Þó skilgreiningin sé víð er þetta þó rangt hjá lögmanninum. Tvö þessara mála varða ákvæði höfundarlaga en fjalla ekki um hegningarlagabrot. Því er um að ræða fimm dóma og er í öllum þeim tilvikum um að ræða einkarefsimál. Þó að tölfræði, sem Vilhjálmur styðst mjög við í grein sinni, sé rakin rökvilla í þessum efnum, mætti allt eins draga fram þá staðreynd að í átta málunum hefur verið krafist ómerkingar á alls 103 ummælum. Niðurstaðan er að ómerkt hafa verið alls 32 ummæli eða innan við þriðjungur af því sem lagt var upp með. Slík uppskera myndi þykja rýr á flestum bæjum, í það minnsta ekki eitthvað til að stæra sig af, líkt og lögmaðurinn gerir í nefndri grein. Þá er hverjum sem les heimilt að draga eigin ályktanir af þeirri tölfræði að Vilhjálmur hefur verið lögmaður stefnefnda í sex af þessum átta málum gegn Birtingi og starfsmönnum þess. Sé eingöngu litið til þessara sex mála verður uppskeran, er lýtur að ómerktum ummælum, enn rýrari. Tjáningarfrelsi skert á Íslandi Þegar spurningu Vilhjálms um það hvort við dómstóla sé að sakast er svarað, verður vart komist fjær málefnalegum rökum en að leggja til grundvallar hversu margir meiðyrðadómar hafi gengið gegn einu stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Nær er að líta til forsendna dómanna og bera t.d. saman við forsendur mannréttindadómstóls Evrópu í málum er lúta að tjáningarfrelsi. Að því virtu má með góðum rökum halda því fram að íslenskir dómstólar líti á tjáningarfrelsi sem undanþágu hér á landi, frekar en meginreglu öfugt við mannréttindadómstól Evrópu. Þegar þetta er haft í huga þarf engan að undra að ákveðið hafi verið að vísa svonefndu Vikumáli til meðferðar hjá mannréttindadómstólnum. Það er forsenda fyrir því að vísa Vikumálinu svokallaða til Strassborgar að íslenskir dómstólar hafi farið út af sporinu við að fylgja eftir lögfestum ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og þeim sjónarmiðum sem beitt er af mannréttindadómstólnum sjálfum í málum er varða tjáningarfrelsi. Hver einasti dómur þar sem ummæli eru ómerkt reisir tjáningarfrelsinu skorður. Það er mat þeirra sem að kærunni til Strassborgar standa að íslenskir dómstólar hafi gengið of langt í að setja tjáningarfrelsi og fjölmiðlafrelsi skorður. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort blaðamanninum Eiríki Jónssyni yrði í dag aftur gert að þola ómerkingardóm og greiða miskabætur með þeim rökum að "Stefnandi er fjárfestir og orðspor hennar í viðskiptalífinu því mikilvægt. Telja verður að framangreind ummæli, sem eiga ekki við rök að styðjast, séu óviðurkvæmileg, ærumeiðandi og til þess fallin að sverta ímynd stefnanda sem persónu og fjárfestis." Ummælin hafði blaðamaðurinn eftir viðmælanda sínum og voru þau þess efnis að tiltekin efnamanneskja hafi ekki staðið í skilum við skuldbindingar sínar. Það er í það minnsta mat undirritaðs að eitthvað virðist hafa slaknað á kröfum samfélagsins um að ekki megi tala með þessum hætti síðan þessi dómur féll, hvað sem líður afstöðu dómstóla. Loks er í þessu samhengi fróðlegt að rifja upp dóm yfir tveimur blaðamönnum frá miðjum síðasta áratug, sem fullyrtu að fölsuð málverk væru seld í fyrirtækinu Gallerí Borg. Þeim var gert að þola ómerkingardóm og greiða bætur, þrátt fyrir að hafa viðamiklar heimildir fyrir skrifum sínum. Ekki leið þó á löngu eftir þennan dóm þar til starfsmaður gallerísins var dæmdur fyrir málverkafölsun. Hvernig gæti Thelma Ásdísardóttir sagt frá? Þá er loks ótalin sú staðreynd að blaðamönnum prentmiðla er með lögum gert að bera ábyrgð á sannfæringu, öllum skoðunum og hugsunum viðmælenda sinna. Prentlögin virðast þannig að mati dómstóla ganga framar 73. gr. stjórnarskrár Íslands, sem kveður á um að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verði hann þær sjálfur fyrir dómi. Slíkum hlutlægum ábyrgðarreglum, þar sem fólki er gert að bera ábyrgð án sakar, hefur fækkað undanfarið, enda þykja þær óréttlátar. Ábyrgðarreglur íslenskra prentlaga enduróma hugsunarhátt löngu genginna kynslóða. Með Vikudómnum, þar sem blaðamaður var sakfelldur fyrir ummæli viðmælanda síns sem sagði frá sárri reynslu sinni af því að vinna á Goldfinger, er búið að setja miklar skorður við því að prentmiðlar fjalli um viðkvæm málefni, sem oftar en ekki snúa að konum. Hvernig gæti Thelma Ásdísardóttir sagt frá sárri reynslu sinni i því umhverfi sem ríkir í dag? Ákafur lögmaður hefði sjálfsagt fundið einhvern til að fara í mál við hana. Með slíkum dómum sem Vikudómnum hafa dómstólar heft verulega tjáningarfrelsi í landinu og lamað að hluta prentmiðla til að uppfylla hlutverk sitt. Ekki bætir úr skák þegar fólk, sem þarf að bera slíka ábyrgð án sakar, er kallað síbrotamenn af lögmönnum, sem eiga að vita betur. Af framangreindu ætti öllum að vera ljóst að greinarskrif Vilhjálms eru byggð á röngum forsendum og fullyrðingum. Í raun fer Vilhjálmur fram með rangar fullyrðingar sem hæglega væri hægt að kæra. Og með framferði sínu og fullyrðingum gerist Vilhjálmur að öllum líkindum brotlegur við siðareglur lögmannafélagsins. Að framansögðu er ómögulegt annað en að komast að þeirri niðurstöðu að lögmaðurinn setji vísvitandi fram rangfærslur, þar sem honum er kunnugt um allar framangreindar staðreyndir. Tilgangurinn virðist vera sá að nýta sér gölluð prentlög og auglýsa nýjar málssóknir á hendur starfsmönnum Birtings. Höfundur er framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að Sigríður Rut Júlíusdóttir vann meiðyrðamál á hendur ritsjórum tímaritsins Hér og nú fyrir hönd Bubba Morthens hafa flóðgáttir lögsókna á prentmiðla opnast. Lögfræðingurinn Vilhjálm Hans Vilhjálmsson hefur nýtt sér veikleika prentlaganna sem Sigríður fann í Bubba málinu og límt hennar rökflutning á hin margvíslegustu mál en þó oft án árangurs. Veikleiki prentlaganna er í grunninn túlkaður í dag með þessum hætti: Hver maður er frjáls skoðana sinna og sannfæringar og á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður blaðamaður þær fyrir dómi. Skv. stjórnarskrár íslands er þetta með öðrum hætti, eða: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Prentlögin samræmast því ekki 73. gr. stjórnarskrár. Laugardaginn 22. ágúst sl. birtist svo grein eftir lögmanninn Vilhjálm Hans Vilhjálmsson. Sá sem stýrir pennanum virðist fullur reiði og heilagrar vandlætingar í garð Birtíngs útgáfufélags og starfsmanna þess. Þó er það svo að fátt kemst nærri sannleikanum í greininni og lítið sem ekkert fer fyrir málefnalegum rökum. Of langt mál væri að leiðrétta allar þær rangfærslur sem lögmaðurinn fer með og skal því látið sitja við þær alvarlegustu. Í fyrsta lagi fullyrðir lögmaðurinn að á sl. mánuðum hafi gengið sjö dómar í héraðsdómi eða Hæstarétti, þar sem Birtingur eða blaðamenn þess og/eða tengdra félaga hafi verið dæmdir fyrir hegningarlagabrot. Þó skilgreiningin sé víð er þetta þó rangt hjá lögmanninum. Tvö þessara mála varða ákvæði höfundarlaga en fjalla ekki um hegningarlagabrot. Því er um að ræða fimm dóma og er í öllum þeim tilvikum um að ræða einkarefsimál. Þó að tölfræði, sem Vilhjálmur styðst mjög við í grein sinni, sé rakin rökvilla í þessum efnum, mætti allt eins draga fram þá staðreynd að í átta málunum hefur verið krafist ómerkingar á alls 103 ummælum. Niðurstaðan er að ómerkt hafa verið alls 32 ummæli eða innan við þriðjungur af því sem lagt var upp með. Slík uppskera myndi þykja rýr á flestum bæjum, í það minnsta ekki eitthvað til að stæra sig af, líkt og lögmaðurinn gerir í nefndri grein. Þá er hverjum sem les heimilt að draga eigin ályktanir af þeirri tölfræði að Vilhjálmur hefur verið lögmaður stefnefnda í sex af þessum átta málum gegn Birtingi og starfsmönnum þess. Sé eingöngu litið til þessara sex mála verður uppskeran, er lýtur að ómerktum ummælum, enn rýrari. Tjáningarfrelsi skert á Íslandi Þegar spurningu Vilhjálms um það hvort við dómstóla sé að sakast er svarað, verður vart komist fjær málefnalegum rökum en að leggja til grundvallar hversu margir meiðyrðadómar hafi gengið gegn einu stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Nær er að líta til forsendna dómanna og bera t.d. saman við forsendur mannréttindadómstóls Evrópu í málum er lúta að tjáningarfrelsi. Að því virtu má með góðum rökum halda því fram að íslenskir dómstólar líti á tjáningarfrelsi sem undanþágu hér á landi, frekar en meginreglu öfugt við mannréttindadómstól Evrópu. Þegar þetta er haft í huga þarf engan að undra að ákveðið hafi verið að vísa svonefndu Vikumáli til meðferðar hjá mannréttindadómstólnum. Það er forsenda fyrir því að vísa Vikumálinu svokallaða til Strassborgar að íslenskir dómstólar hafi farið út af sporinu við að fylgja eftir lögfestum ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og þeim sjónarmiðum sem beitt er af mannréttindadómstólnum sjálfum í málum er varða tjáningarfrelsi. Hver einasti dómur þar sem ummæli eru ómerkt reisir tjáningarfrelsinu skorður. Það er mat þeirra sem að kærunni til Strassborgar standa að íslenskir dómstólar hafi gengið of langt í að setja tjáningarfrelsi og fjölmiðlafrelsi skorður. Fróðlegt væri t.d. að vita hvort blaðamanninum Eiríki Jónssyni yrði í dag aftur gert að þola ómerkingardóm og greiða miskabætur með þeim rökum að "Stefnandi er fjárfestir og orðspor hennar í viðskiptalífinu því mikilvægt. Telja verður að framangreind ummæli, sem eiga ekki við rök að styðjast, séu óviðurkvæmileg, ærumeiðandi og til þess fallin að sverta ímynd stefnanda sem persónu og fjárfestis." Ummælin hafði blaðamaðurinn eftir viðmælanda sínum og voru þau þess efnis að tiltekin efnamanneskja hafi ekki staðið í skilum við skuldbindingar sínar. Það er í það minnsta mat undirritaðs að eitthvað virðist hafa slaknað á kröfum samfélagsins um að ekki megi tala með þessum hætti síðan þessi dómur féll, hvað sem líður afstöðu dómstóla. Loks er í þessu samhengi fróðlegt að rifja upp dóm yfir tveimur blaðamönnum frá miðjum síðasta áratug, sem fullyrtu að fölsuð málverk væru seld í fyrirtækinu Gallerí Borg. Þeim var gert að þola ómerkingardóm og greiða bætur, þrátt fyrir að hafa viðamiklar heimildir fyrir skrifum sínum. Ekki leið þó á löngu eftir þennan dóm þar til starfsmaður gallerísins var dæmdur fyrir málverkafölsun. Hvernig gæti Thelma Ásdísardóttir sagt frá? Þá er loks ótalin sú staðreynd að blaðamönnum prentmiðla er með lögum gert að bera ábyrgð á sannfæringu, öllum skoðunum og hugsunum viðmælenda sinna. Prentlögin virðast þannig að mati dómstóla ganga framar 73. gr. stjórnarskrár Íslands, sem kveður á um að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verði hann þær sjálfur fyrir dómi. Slíkum hlutlægum ábyrgðarreglum, þar sem fólki er gert að bera ábyrgð án sakar, hefur fækkað undanfarið, enda þykja þær óréttlátar. Ábyrgðarreglur íslenskra prentlaga enduróma hugsunarhátt löngu genginna kynslóða. Með Vikudómnum, þar sem blaðamaður var sakfelldur fyrir ummæli viðmælanda síns sem sagði frá sárri reynslu sinni af því að vinna á Goldfinger, er búið að setja miklar skorður við því að prentmiðlar fjalli um viðkvæm málefni, sem oftar en ekki snúa að konum. Hvernig gæti Thelma Ásdísardóttir sagt frá sárri reynslu sinni i því umhverfi sem ríkir í dag? Ákafur lögmaður hefði sjálfsagt fundið einhvern til að fara í mál við hana. Með slíkum dómum sem Vikudómnum hafa dómstólar heft verulega tjáningarfrelsi í landinu og lamað að hluta prentmiðla til að uppfylla hlutverk sitt. Ekki bætir úr skák þegar fólk, sem þarf að bera slíka ábyrgð án sakar, er kallað síbrotamenn af lögmönnum, sem eiga að vita betur. Af framangreindu ætti öllum að vera ljóst að greinarskrif Vilhjálms eru byggð á röngum forsendum og fullyrðingum. Í raun fer Vilhjálmur fram með rangar fullyrðingar sem hæglega væri hægt að kæra. Og með framferði sínu og fullyrðingum gerist Vilhjálmur að öllum líkindum brotlegur við siðareglur lögmannafélagsins. Að framansögðu er ómögulegt annað en að komast að þeirri niðurstöðu að lögmaðurinn setji vísvitandi fram rangfærslur, þar sem honum er kunnugt um allar framangreindar staðreyndir. Tilgangurinn virðist vera sá að nýta sér gölluð prentlög og auglýsa nýjar málssóknir á hendur starfsmönnum Birtings. Höfundur er framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun