Bradford: Engar afsakanir 25. janúar 2009 08:45 Nick Bradford í leik með Keflavík á árum áður "Mig langar að óska KR til hamingju með sigurinn í dag. Liðið var vel að sigrinum komið og var betri aðilinn í þessum leik - það er ekki spurning," sagði auðmjúkur Nick Bradford hjá Grindavík eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær. Bradford átti skínandi leik fyrir þá gulu í ljósi þess að þetta var aðeins þriðji leikur hans með liðinu síðan hann kom til landsins fyrir skömmu. "Ég er rétt að komast inn í hlutina og venjast félögum mínum í liðinu. Ég er mjög bjartsýnn á að við eigum eftir að veita þeim harða keppni þegar líður að vori," sagði þessi skemmtilegi leikmaður sem skoraði 27 stig og var stigahæsti maður vallarins. Við spurðum hann út í KR-liðið. "KR-liðið er fínt varnarlið, hitti vel og er augljóslega með sjálfstraustið í botni eftir þessa miklu sigurgöngu. Liðið á heiður skilinn fyrir góðan leik í dag - við höfum engar afsakanir." Bradford lék í tvö ár með Keflavík fyrir nokkrum árum og varð þá meistari bæði árin. Við spurðum hann hvernig honum litist á að spila nokkuð ólíkt hlutverk með Grindvíkingum að þessu sinni. "Hérna verður mér ef til vill falið að sinna meiri varnarskyldu. Ég gerði það kannski ekki nógu vel í dag, en ég þarf að reyna að komast meira inn í sendingar og vera duglegri að frákasta. Ég ætla að reyna að gefa félögum mínum sjálfstraust og drífa þá áfram. Það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessu tapi, við verðum að horfa fram á við," sagði þessi litríki leikmaður. Bradford kemur til með að spila stöðu miðherja af og til með liði Grindavíkur sem er ríkt af skyttum og reynir oftar en ekki að keyra upp hraðann. Við spurðum Bradford hvort hann hefði reynslu af að spila miðherjastöðuna. "Raunar ekki. Kannski eitthvað aðeins í háskóla þegar stóru mennirnir voru meiddir. Það er mér mikil áskorun og ég er tilbúinn að takast á við hana." Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
"Mig langar að óska KR til hamingju með sigurinn í dag. Liðið var vel að sigrinum komið og var betri aðilinn í þessum leik - það er ekki spurning," sagði auðmjúkur Nick Bradford hjá Grindavík eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær. Bradford átti skínandi leik fyrir þá gulu í ljósi þess að þetta var aðeins þriðji leikur hans með liðinu síðan hann kom til landsins fyrir skömmu. "Ég er rétt að komast inn í hlutina og venjast félögum mínum í liðinu. Ég er mjög bjartsýnn á að við eigum eftir að veita þeim harða keppni þegar líður að vori," sagði þessi skemmtilegi leikmaður sem skoraði 27 stig og var stigahæsti maður vallarins. Við spurðum hann út í KR-liðið. "KR-liðið er fínt varnarlið, hitti vel og er augljóslega með sjálfstraustið í botni eftir þessa miklu sigurgöngu. Liðið á heiður skilinn fyrir góðan leik í dag - við höfum engar afsakanir." Bradford lék í tvö ár með Keflavík fyrir nokkrum árum og varð þá meistari bæði árin. Við spurðum hann hvernig honum litist á að spila nokkuð ólíkt hlutverk með Grindvíkingum að þessu sinni. "Hérna verður mér ef til vill falið að sinna meiri varnarskyldu. Ég gerði það kannski ekki nógu vel í dag, en ég þarf að reyna að komast meira inn í sendingar og vera duglegri að frákasta. Ég ætla að reyna að gefa félögum mínum sjálfstraust og drífa þá áfram. Það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessu tapi, við verðum að horfa fram á við," sagði þessi litríki leikmaður. Bradford kemur til með að spila stöðu miðherja af og til með liði Grindavíkur sem er ríkt af skyttum og reynir oftar en ekki að keyra upp hraðann. Við spurðum Bradford hvort hann hefði reynslu af að spila miðherjastöðuna. "Raunar ekki. Kannski eitthvað aðeins í háskóla þegar stóru mennirnir voru meiddir. Það er mér mikil áskorun og ég er tilbúinn að takast á við hana."
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira