Við styðjum öll athafnasemi Birkir Jón Jónsson, Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifa 19. nóvember 2009 06:00 Í gegnum sögu Íslands hafa margvísleg áföll dunið yfir þjóðina. Sum hafa verið af völdum náttúru og önnur hafa verið efnahagsleg. Það sem öll þessi áföll eiga þó sameiginlegt er að íslensku þjóðinni hefur tekist að vinna sig út úr þeim. Sú efnahagskreppa sem við erum nú stödd í ætti ekki að verða undantekning á þeirri reglu. Íslendingar munu halda áfram að tryggja að hér á landi verði lífskjör með því besta sem þekkist. Um þetta er engin ágreiningur þótt stjórnmálamenn deili um aðferðir og leiðir. Það er heldur ekki ágreiningur um að vandamál og erfiðleikar leysast ekki nema með því að fólk, stofnanir og fyrirtæki grípi til aðgerða. Ekkert vinnst með athafnaleysi - en á flestu má sigrast með athafnasemi. Þjóðfundurinn sem haldinn var síðastliðinn laugardag sýndi að mörgum finnst kominn tími til þess að fólk snúi saman bökum og hyggi að framtíðinni. Á þjóðfundinum var jákvæðni og framtakssemi í öndvegi. Það er viðhorf sem þjóðin þarf mjög á að halda og allir ættu að fylkja sér um, óháð stjórnmálaskoðunum. Í þessari viku verða haldnir yfir 100 viðburðir á Íslandi undir merkjum Alþjóðlegrar athafnaviku. Þessi þátttaka sýnir þá athafna og sköpunargleði sem þjóðin býr yfir. Hvort sem fólk finnur orku sinni farveg í rekstri fyrirtækja, sköpun menningar, nýsköpun í vísindum eða með því að vinna góðverk fyrir náunga sinn þá getur hver og einn komið miklu til leiðar og haft jákvæð áhrif áumhverfi sitt og samfélag. Um þetta er heldur ekki deilt, hvar sem menn standa stjórnmálum. Hið öfluga sjálfboðaliða- og hugsjónastarf sem fólk innir af hendi um land allt um þessar mundir er svo sannarlega þakkarvert. Við hvetjum alla til að styðja jákvætt frumkvæði og taka þátt í því. Það er mikilvægt að við stöndum saman um þá fjölmörgu hluti sem við erum öll sammála um. Birkir Jón Jónsson er varaformaður Framsóknarflokksins; Dagur B. Eggertsson er varaformaður Samfylkingarinnar; Katrín Jakobsdóttir er varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs; og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir; varaformaður Sjálfstæðisflokksins.Dagur B. EggertssonKatrín JakobsdóttirÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Katrín Jakobsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í gegnum sögu Íslands hafa margvísleg áföll dunið yfir þjóðina. Sum hafa verið af völdum náttúru og önnur hafa verið efnahagsleg. Það sem öll þessi áföll eiga þó sameiginlegt er að íslensku þjóðinni hefur tekist að vinna sig út úr þeim. Sú efnahagskreppa sem við erum nú stödd í ætti ekki að verða undantekning á þeirri reglu. Íslendingar munu halda áfram að tryggja að hér á landi verði lífskjör með því besta sem þekkist. Um þetta er engin ágreiningur þótt stjórnmálamenn deili um aðferðir og leiðir. Það er heldur ekki ágreiningur um að vandamál og erfiðleikar leysast ekki nema með því að fólk, stofnanir og fyrirtæki grípi til aðgerða. Ekkert vinnst með athafnaleysi - en á flestu má sigrast með athafnasemi. Þjóðfundurinn sem haldinn var síðastliðinn laugardag sýndi að mörgum finnst kominn tími til þess að fólk snúi saman bökum og hyggi að framtíðinni. Á þjóðfundinum var jákvæðni og framtakssemi í öndvegi. Það er viðhorf sem þjóðin þarf mjög á að halda og allir ættu að fylkja sér um, óháð stjórnmálaskoðunum. Í þessari viku verða haldnir yfir 100 viðburðir á Íslandi undir merkjum Alþjóðlegrar athafnaviku. Þessi þátttaka sýnir þá athafna og sköpunargleði sem þjóðin býr yfir. Hvort sem fólk finnur orku sinni farveg í rekstri fyrirtækja, sköpun menningar, nýsköpun í vísindum eða með því að vinna góðverk fyrir náunga sinn þá getur hver og einn komið miklu til leiðar og haft jákvæð áhrif áumhverfi sitt og samfélag. Um þetta er heldur ekki deilt, hvar sem menn standa stjórnmálum. Hið öfluga sjálfboðaliða- og hugsjónastarf sem fólk innir af hendi um land allt um þessar mundir er svo sannarlega þakkarvert. Við hvetjum alla til að styðja jákvætt frumkvæði og taka þátt í því. Það er mikilvægt að við stöndum saman um þá fjölmörgu hluti sem við erum öll sammála um. Birkir Jón Jónsson er varaformaður Framsóknarflokksins; Dagur B. Eggertsson er varaformaður Samfylkingarinnar; Katrín Jakobsdóttir er varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs; og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir; varaformaður Sjálfstæðisflokksins.Dagur B. EggertssonKatrín JakobsdóttirÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun