Innlent

Bíll valt út í sjó

Tveir menn sluppu ómeiddir þegar bifreið þeirra velti á Leiruvegi á leið til Akureyrar á þriðja tímanum í nótt. Bíllinn staðnæmdist úti í sjó og þar er hann enn. Tildrög óhappsins voru þau að ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á honum þegar að hann fór í lausamöl. Að sögn lögreglunnar verður það verkefni dagsins hjá eiganda að ná bílnum úr sjónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×