Viðskipti innlent

Góður hagnaður hjá Icelandair í ágúst

Rekstur Icelandair Group samstæðunnar gekk vel í ágúst. Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri var hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta 0,5 milljörðum hærri en í ágúst 2008 eða 3,1 milljarður króna.

Í tilkynningu segir spá Icelandair Group fyrir árið 2009 er óbreytt eða 6,5 milljarða króna hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta.

Miðað við núverandi forsendur lítur rekstur samstæðunnar ágætlega út það sem eftir er ársins og er núverandi afkomuspá mun hærri en upphaflegar áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×