Viðskipti innlent

Frysting erlendra lána framlengd

Samsett mynd/Kristinn

Frysting erlendra myntkörfulána verður framlengd. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Um næstu mánaðarmót kemur á ný að skuldadögum á meirihluta þeirra lána sem fryst voru í kjölfar bankahruns og þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar á að koma í veg fyrir að til verri vegar horfi fyrir heimilin.

Tilmælum þessa efnis verður beint til fjármálafyrirtækja, en unnið er að varanlegri lausn sem ætti að ganga í gegn á næstu vikum samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×