Viðskipti innlent

Verðbólga lækkar meir en spár gerðu ráð fyrir

Verðbólgan lækkar nú meira en sérfræðingar gerðu ráð fyrir og munar þar heilu prósentustigi.

Bæði greining Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans spáðu því að ársverðbólgan myndi mælast í 16,2%. Mæling Hagstofunnar er hinsvegar 15,2%.

Þriggja mánaða verðbólgan mælist nú 1,9% og hefur ekki verið lægri um árabil.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×