Norræn velferðarlögregla Runólfur Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2009 04:00 Sumarið 1988 réð ég mig í vinnu hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík sem sumarafleysingamaður. Ég var þá lögreglumaður nr. 244. Eyjólfur heitinn Jónsson sundkappi var lögreglumaður nr. 9. Þetta þýddi að almennir lögreglumenn voru rúmlega 200. Í Kópavoginum starfaði RLR, Rannsóknarlögregla ríkisins. Þar voru 42 stöðugildi rannsóknarlögreglumanna árið 1990. Á lögreglustöðinni í Kópavogi unnu tugir lögreglumanna á vöktum við almenna löggæslu, sömu sögu var að segja um lögregluna í Hafnarfirði. Á þessum árum voru fjórar vaktir með rúmlega 30 lögreglumönnum á hverri vakt í Reykjavík einni. Til viðbótar þeim liðsstyrk voru lögreglumenn á hverfisstöð í Árbænum, í miðbænum og Seltjarnarnesi. Umferðardeildin átti 10 lögreglubifhjól auk lögreglubíla. Einnig voru gerðir út 4 þjóðvegaeftirlitsbílar á þessum árum. Hátt í 30 lögreglumenn störfuðu þar á vöktum. Ekki þarf að fjölyrða um stöðuna í dag. Fjölmiðlar hafa greint frá því að allt niður í 13 lögreglumenn hafi verið á vakt á svæði sem spannar frá Hvalfirði út fyrir álverið í Straumsvík. Starfsumhverfi þessara fáu lögreglumanna hefur líka gjörbreyst. Auk þess sem glæpaheimar eru orðnir skipulagðari með erlendum áhrifum hefur einnig mikil harka færst í vöxt og lögreglumenn verða æ oftar fyrir árásum. Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig dafnað vel. Krefjandi starfFrá árinu 1991 hefur löggjafarvaldið unnið ötullega að því að lögleiða miklar réttarbætur fyrir afbrotamenn. Réttarstaða þeirra hefur með mörgum lagabreytingum styrkst verulega og hefur það leitt til þess m.a. að rannsóknir brotamála eru mun vandaðri en áður fyrr. Að sama skapi eru þær mun kostnaðarsamari. Þær taka lengri tíma, öflun og meðhöndlun sönnunargagna verður sífellt flóknari, meiri mannskap og tæki þarf til að fullrannsaka mál þannig að þau verði boðleg fyrir ákæruvaldið. Þetta er af hinu góða fyrir réttarríkið en hefði eðlilega átt að verða til þess að lögreglan hefði úr meiri mannafla, tækjakosti og fjárveitingum að spila. Starfið, útköllin og kröfur um sér- og fagþekkingu, skilvirkni og margt fleira hefur gjörbreyst á fáum árum. Það sem hefur ekki breyst er sú staðreynd að almennir lögreglumenn sinna einu mest krefjandi starfi sem þekkist.Helgarnæturvakt almenns lögreglumanns getur auðveldlega hljómað einhvern veginn svona: Umferðarslys, 5 útköll vegna slagsmála í miðbænum þar sem fúkyrði, hótanir og ögranir dynja látlaust á lögreglumönnum af ofurölvi og útúrdópuðum einstaklingum, 2 hávaðaköll, annað þeirra leysist upp í slagsmál við ofurölvi húsráðanda, gestirnir taka slagsmálin upp á síma og birta á youtube = Lögguofbeldi.En lögreglumaðurinn má ekki slasa viðkomandi, það gæti kostað hann starfið, hann fékk kennslu í Lögregluskólanum en hefur ekki fengið neina viðhaldskennslu, þjálfun né æfingar í handtökuaðferðum síðan, hann þarf að hugsa um meðalhófsregluna, að beita ekki meira valdi en þörf er á hverju sinni. Mótaðili lögreglumannsins hins vegar gerir oft á tíðum allt sem í hans valdi stendur til að sýna mótþróa. Því er það öruggara fyrir lögreglumennina og mótaðilann að sem flestir komi að handtökunni, það minnkar líkurnar á meiðslum. Þetta lítur ekkert vel út á youtube.Lögreglumaðurinn er að reyna að taka tök sem honum voru kennd, oftast nær kemst hann að því að þau duga ekki og því er gripið til annarra ráða. Þekkingar- og skilningsleysi á þessum staðreyndum er lögreglumönnum oft á tíðum þungbært og eina ráðið til þess að skilja hvað við er að eiga er að benda fólki á að prófa sjálft að taka einhvern höndum, án þess að meiða hann né beita fantabrögðum, á meðan mótaðilinn er ekki bundinn af neinum leikreglum. Gjörið svo vel en farið varlega. Löggæsla ein af grunnstoðunumLöggæsla í dag er verkefni sem þarf að leysa sómasamlega af hendi. Ef öryggistilfinningu fólks er misboðið og það fær á tilfinninguna að réttarríkið virki ekki sem skyldi þá eru undirstöður þjóðfélagsins okkar við það að bresta. Það gera allir kröfu um réttlæti. Það hafa allir réttlætistilfinningu, mismunandi sterka þó. Löggæsla á margan hátt tengist réttlæti órjúfanlegum böndum. Hæfir lögreglumenn, sem búa við gott starfsumhverfi, góð launakjör, öflugt starfsmenntakerfi og skilningsríkt fjárveitingavald, eru einkar heppilegir og verðugir fulltrúar réttlætis.Draumurinn um norrænt velferðarsamfélag sem Jóhanna og Steingrímur vilja reisa úr rústum ofurfrjálshyggjunnar er best byggður upp með réttlætið að leiðarljósi. Sterkasta undirstaða þess samfélags sem við viljum í framtíðinni er því öflug löggæsla, vel skipulögð, skipuð hæfum einstaklingum sem vinna í þágu borgaranna.Í dag standa embættismenn, stjórnmálamenn og yfirmenn lögreglu frammi fyrir einstöku tækifæri. Þeim gefst tækifæri til þess að taka Jóhönnu og Steingrím á orðinu og búa til öfluga stofnun. Lögregluna á Íslandi. Norræna velferðarlögreglu. Hljómar vel, ekki satt? Einu tækifæri hefur þegar verið klúðrað, nú ber okkur skylda til að vanda mjög vel til verka og byggja lögregluna upp frá grunni. Byrja neðan frá að þessu sinni. Tryggja það að löggæslan á götunni sé örugglega það sem mestu máli skiptir fyrir land og þjóð. Ekki að finna pláss í skipuriti fyrir alla yfirmennina. Það eru almennir lögreglumenn sem tryggja öryggið og réttlætið.Öflugur lögregluskóli sem getur boðið umsækjendum sínum upp á krefjandi en vel launað starf laðar að sér hæfa einstaklinga. Öflug „Lögregla Íslands" getur boðið þessum hæfu einstaklingum upp á fjölbreytt og krefjandi starf svo lengi sem yfirmenn hafa í huga að þeirra hlutverk er að tryggja að starfsumhverfið sé í lagi. Þessi stofnun leggur grunninn að því norræna velferðarsamfélagi sem ég vona innilega að hafi ekki verið innantómt kosningaloforð.Höfundur er lögregluvarðstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 1988 réð ég mig í vinnu hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík sem sumarafleysingamaður. Ég var þá lögreglumaður nr. 244. Eyjólfur heitinn Jónsson sundkappi var lögreglumaður nr. 9. Þetta þýddi að almennir lögreglumenn voru rúmlega 200. Í Kópavoginum starfaði RLR, Rannsóknarlögregla ríkisins. Þar voru 42 stöðugildi rannsóknarlögreglumanna árið 1990. Á lögreglustöðinni í Kópavogi unnu tugir lögreglumanna á vöktum við almenna löggæslu, sömu sögu var að segja um lögregluna í Hafnarfirði. Á þessum árum voru fjórar vaktir með rúmlega 30 lögreglumönnum á hverri vakt í Reykjavík einni. Til viðbótar þeim liðsstyrk voru lögreglumenn á hverfisstöð í Árbænum, í miðbænum og Seltjarnarnesi. Umferðardeildin átti 10 lögreglubifhjól auk lögreglubíla. Einnig voru gerðir út 4 þjóðvegaeftirlitsbílar á þessum árum. Hátt í 30 lögreglumenn störfuðu þar á vöktum. Ekki þarf að fjölyrða um stöðuna í dag. Fjölmiðlar hafa greint frá því að allt niður í 13 lögreglumenn hafi verið á vakt á svæði sem spannar frá Hvalfirði út fyrir álverið í Straumsvík. Starfsumhverfi þessara fáu lögreglumanna hefur líka gjörbreyst. Auk þess sem glæpaheimar eru orðnir skipulagðari með erlendum áhrifum hefur einnig mikil harka færst í vöxt og lögreglumenn verða æ oftar fyrir árásum. Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig dafnað vel. Krefjandi starfFrá árinu 1991 hefur löggjafarvaldið unnið ötullega að því að lögleiða miklar réttarbætur fyrir afbrotamenn. Réttarstaða þeirra hefur með mörgum lagabreytingum styrkst verulega og hefur það leitt til þess m.a. að rannsóknir brotamála eru mun vandaðri en áður fyrr. Að sama skapi eru þær mun kostnaðarsamari. Þær taka lengri tíma, öflun og meðhöndlun sönnunargagna verður sífellt flóknari, meiri mannskap og tæki þarf til að fullrannsaka mál þannig að þau verði boðleg fyrir ákæruvaldið. Þetta er af hinu góða fyrir réttarríkið en hefði eðlilega átt að verða til þess að lögreglan hefði úr meiri mannafla, tækjakosti og fjárveitingum að spila. Starfið, útköllin og kröfur um sér- og fagþekkingu, skilvirkni og margt fleira hefur gjörbreyst á fáum árum. Það sem hefur ekki breyst er sú staðreynd að almennir lögreglumenn sinna einu mest krefjandi starfi sem þekkist.Helgarnæturvakt almenns lögreglumanns getur auðveldlega hljómað einhvern veginn svona: Umferðarslys, 5 útköll vegna slagsmála í miðbænum þar sem fúkyrði, hótanir og ögranir dynja látlaust á lögreglumönnum af ofurölvi og útúrdópuðum einstaklingum, 2 hávaðaköll, annað þeirra leysist upp í slagsmál við ofurölvi húsráðanda, gestirnir taka slagsmálin upp á síma og birta á youtube = Lögguofbeldi.En lögreglumaðurinn má ekki slasa viðkomandi, það gæti kostað hann starfið, hann fékk kennslu í Lögregluskólanum en hefur ekki fengið neina viðhaldskennslu, þjálfun né æfingar í handtökuaðferðum síðan, hann þarf að hugsa um meðalhófsregluna, að beita ekki meira valdi en þörf er á hverju sinni. Mótaðili lögreglumannsins hins vegar gerir oft á tíðum allt sem í hans valdi stendur til að sýna mótþróa. Því er það öruggara fyrir lögreglumennina og mótaðilann að sem flestir komi að handtökunni, það minnkar líkurnar á meiðslum. Þetta lítur ekkert vel út á youtube.Lögreglumaðurinn er að reyna að taka tök sem honum voru kennd, oftast nær kemst hann að því að þau duga ekki og því er gripið til annarra ráða. Þekkingar- og skilningsleysi á þessum staðreyndum er lögreglumönnum oft á tíðum þungbært og eina ráðið til þess að skilja hvað við er að eiga er að benda fólki á að prófa sjálft að taka einhvern höndum, án þess að meiða hann né beita fantabrögðum, á meðan mótaðilinn er ekki bundinn af neinum leikreglum. Gjörið svo vel en farið varlega. Löggæsla ein af grunnstoðunumLöggæsla í dag er verkefni sem þarf að leysa sómasamlega af hendi. Ef öryggistilfinningu fólks er misboðið og það fær á tilfinninguna að réttarríkið virki ekki sem skyldi þá eru undirstöður þjóðfélagsins okkar við það að bresta. Það gera allir kröfu um réttlæti. Það hafa allir réttlætistilfinningu, mismunandi sterka þó. Löggæsla á margan hátt tengist réttlæti órjúfanlegum böndum. Hæfir lögreglumenn, sem búa við gott starfsumhverfi, góð launakjör, öflugt starfsmenntakerfi og skilningsríkt fjárveitingavald, eru einkar heppilegir og verðugir fulltrúar réttlætis.Draumurinn um norrænt velferðarsamfélag sem Jóhanna og Steingrímur vilja reisa úr rústum ofurfrjálshyggjunnar er best byggður upp með réttlætið að leiðarljósi. Sterkasta undirstaða þess samfélags sem við viljum í framtíðinni er því öflug löggæsla, vel skipulögð, skipuð hæfum einstaklingum sem vinna í þágu borgaranna.Í dag standa embættismenn, stjórnmálamenn og yfirmenn lögreglu frammi fyrir einstöku tækifæri. Þeim gefst tækifæri til þess að taka Jóhönnu og Steingrím á orðinu og búa til öfluga stofnun. Lögregluna á Íslandi. Norræna velferðarlögreglu. Hljómar vel, ekki satt? Einu tækifæri hefur þegar verið klúðrað, nú ber okkur skylda til að vanda mjög vel til verka og byggja lögregluna upp frá grunni. Byrja neðan frá að þessu sinni. Tryggja það að löggæslan á götunni sé örugglega það sem mestu máli skiptir fyrir land og þjóð. Ekki að finna pláss í skipuriti fyrir alla yfirmennina. Það eru almennir lögreglumenn sem tryggja öryggið og réttlætið.Öflugur lögregluskóli sem getur boðið umsækjendum sínum upp á krefjandi en vel launað starf laðar að sér hæfa einstaklinga. Öflug „Lögregla Íslands" getur boðið þessum hæfu einstaklingum upp á fjölbreytt og krefjandi starf svo lengi sem yfirmenn hafa í huga að þeirra hlutverk er að tryggja að starfsumhverfið sé í lagi. Þessi stofnun leggur grunninn að því norræna velferðarsamfélagi sem ég vona innilega að hafi ekki verið innantómt kosningaloforð.Höfundur er lögregluvarðstjóri.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun