Viðskipti innlent

Vöruskipti hagstæði um 7,3 milljarða í maí

Vöruskipti voru hagstæð um 7,3 milljarða króna í síðasta mánuði samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuður neikvæður um tvo og hálfan milljarð og nemur viðsnúningurinn því tæpum tíu milljörðum milli ára.

Útflutningur í maí nam tæpum 39 milljörðum en innflutningur rúmum 31 milljarði. Samkvæmt Hagstofunni bendir margt til þess að verðmæti útfluttra sjávarafurða og iðnaðarvara hafi aukist milli mánaða en á móti hafi verðmæti innflutts eldsneytis einnig aukist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×