Viðskipti innlent

FME fái ekki heimild til að kæra ekki

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Allt stefnir í að fallið verði frá því að Fjármálaeftirlitið fái heimildir til að kæra ekki brot til lögreglu, hafi fyrirtæki eða einstaklingur frumkvæði að því að láta því upplýsingar í té vegna alvarlegra brota.

Fram kemur í frumvarpi viðskiptaráðherra til breytinga á ýmsum lögum um fjármálamarkaðinn að FME fái slíka heimild. Það ætti við í þeim tilvikum sem fólk eða fyrirtæki láta FME fá upplýsingar vegna brota sem geta varðað sektum eða fangelsi. Það yrði að uppfylltu því skilyrði að FME telji að upplýsingarnar leiði til rannsóknar eða sönnunar á broti, eða verði mikilvæg viðbót við önnur sönnunargögn.

Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, segir að Ríkissaksóknari, sérstakur saksóknari og fulltrúi lögmannafélagsins, hafi á fundi nefndarinnar í morgun, lagst gegn því að FME fengi þessar heimildir. Hún reiknaði með því að þetta yrði ekki heimilað að svo stöddu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×