Körfubolti

NBA í nótt: Miami vann Orlando

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dwyane Wade í leiknum í nótt.
Dwyane Wade í leiknum í nótt. Mynd/AP

Dwyane Wade átti stórleik þegar að Miami Heat vann sigur á Orlando Magic í NBA-deildinni í nótt, 104-86.

Wade skoraði 25 stig og gaf sjö stoðsendingar í leiknum. Michael Beasley kom næstur með 22 stig og átta fráköst. en þetta var annar sigur Miami í röð.

Hjá Orlando var Dwight Howard stigahæstur með sautján stig auk þess sem hann tók fjórtán fráköst. Næstur kom JJ Redick með þrettán stig og Mickael Pietrus var með tólf. Orlando hefur unnið átta af síðustu ellefu leikjum sínum.

Sigur Miami var öruggur en liðið hafði 29 stiga forystu þegar síðasti leikhlutinn hófst, 89-60.

Chicago Bulls vann New York Knicks, 98-89, en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í fjórtán leikjum. Luol Deng var með 24 stig og John Samlons 20. Chicago lenti mest sautján stigum undir í leiknum en leikmenn liðsins náðu sér svo vel á strik í síðari hálfleik.

Portland vann Phoenix, 105-102, þar sem Jerryd Bayless átti frábæran leik og skoraði 29 stig auk þess sem hann setti niður þrjú víti á síðustu níu sekúndum leiksins. Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×