Innlent

Mikil ófærð á Vestfjörðum

Vegagerðarmenn byrjuðu snemma í morgun að ryðja helstu leiðir á Vestfjörðum, en þar varð alls staðar ófært í óveðrinu í gærkvöldi og fram á nótt. Veðrið gekk niður með morgninum. Ekki er vitað um snjóflóð vestra, nema hvað lítils háttar flóð féll á veginn á milli Hnífsdals og Ísafjarðar í gærkvöldi. Á Norðurlandi er ófært á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar vegna snjóflóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×