Innlent

Minni og færri jólatré prýddu heimili landsmanna

Færri og minni jólatré prýddu heimili landsmanna um jólin ef marka má trén sem borgarstarfsmenn hafa hirt upp síðustu daga.

Borgarstarfsmenn hafa síðustu daga haft í nógu við að safna saman jólatrjám sem borgarbúar sem borgarbúar hafa losað sig við eftir jólin. Nær fimmtíu starfsmenn á hverfastöðvunum hafa verið á ferðinni í dag til að týna saman tré. Einn þeirra er Rúnar Valdimarsson sem starfað hefur hjá borginni í hátt í fjóra áratugi eða frá því hann var átján ára.

,,Það var mun stærri tré í fyrra og meira af þeim," segir Rúnar sem telur kreppuna megin orsökina. Fólk hafi ákveðið að spara.

Á síðasta ári vógu jólatrén sem safnað var um 66,8 ton en tréin eru tætt niður og notuð í gerð göngustíga. Rúnar og aðrir borgarstarfsmenn safna jólatrjám fram á fimmtudag. Eftir það verður fólk að koma þeim sjálft í Sorpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×