Viðskipti innlent

Seðlabankinn ætlar að draga úr útgáfu innistæðubréfa

Innstæðubréf Seðlabankans, flokkur SI 09 0325, er á gjalddaga 25. mars. nk. Útistandi í flokknum er nú um 123 milljarða kr. Ætlunin er að draga úr útgáfu innistæðubréfa og verður nýr flokkur að upphæð 75 milljarðar kr. gefinn út þann 25. mars.

Í frétt frá Seðlabankanum um málið segir að flokkurinn var upphaflega gefin út í því skyni að auka framboð skammtímabréfa á markaði. Frá því að innstæðubréfið, sem nú fellur á gjalddaga, var gefið út hefur ríkissjóður aukið mikið útgáfu ríkisbréfa og ríkisvíxla. Því er minni ástæða fyrir Seðlabankann að gefa út skammtímaverðbréf.

Seðlabankinn mun gefa út innstæðubréfaflokk 25. mars nk. til 3 mánaða að fjárhæð allt að 75 milljarða kr. og stefnt er að því að minnka útgáfuna enn frekar síðar. Gjalddagi nýs innstæðubréfs verður 24. júní nk.

Nýr innstæðubréfaflokkur verður að öllu leyti eins og flokkur SI 09 0325, vextir greiddir út vikulega og mögulegt er að leysa bréfin inn á reglulegum viðskiptadögum Seðlabankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×