Gerendur mansals víða að finna 24. nóvember 2009 10:01 Mynd/AFP Mansalsmálið sem upp kom í síðasta mánuði er mjög gróf birtingarmynd mansals og hefur rannsókn þess varpað ljósi á hversu viðamikil starfsemi skipulagðra hópa er hér á landi. Þetta segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, mannfræðingur hjá Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Hún fullyrðir að gerendur mansals sé að finna alls staðar í samfélaginu. Fríða telur að þó mikilvægt sé að uppræta brot eins og þessi megi ekki líta svo að þetta sé eina tegund mansalsmála sem hafa átt sér stað og eru að eiga sér stað á Íslandi. Kynlífsánauð mansals geti verið með óteljandi hætti. „Ég hef líkt þessu við þegar mál kynferðisbrotamanns kom upp á níunda áratugnum og varð mikið fjölmiðlamál og á flestra vitorði. Sá brotamaður lokkaði til sín ókunnuga unga stráka og misnotaði þá kynferðislega. Sú tegund brota varð um langt skeið helsta viðmiðið þegar fjallað var um kynferðisbrotamenn. Þá var litið fram hjá því að gerendur væru oft nánustu ættingjar, nágrannar, fjölskylduvinir eða kunningjar brotaþolans," segir Fríða. Fríða segir að um leið og unnið sé að því að uppræta mansal sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi megi ekki missa sjónar af upprætingu á öllum þeim málum sem gerast í okkar nánasta umhverfi. „Gerendur mansals er að finna alls staðar í samfélaginu."Tengist ekki alltaf skipulagðri glæpastarfsemi Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss, segir að almenningur geri sér mismunandi hugmyndir hvað felist í mansali. Flestir setji það í samhengi við frelsissviptingu, ofbeldi, þvingun og skipulagða glæpastarfsemi.Margrét Steinarsdóttir.Mynd/Stefán Karlsson„Allt þetta á vissulega við en mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að samkvæmt alþjóðaskilgreiningum skiptir samþykki einstaklingsins ekki máli ef t.d. bágar aðstæður hans eru hagnýttar. Þess vegna skal enginn greinarmunur gerður milli þess hvort kona samþykkir að veita kynlífsþjónustu eða er neydd til þess. Það er mansal ef einhver hagnýtir sér bága stöðu hennar til að ná samþykkinu fram og hagnast á því," segir Margrét. Þá segir Margrét ekki þurfi endilega að vera um að ræða skipulagða starfsemi þegar mansal kemur við sögu. „Aðstæður fórnarlamba mansals sem leitað hafa til Alþjóðahúss á undanförnum árum endurspegla flestar þær aðferðir sem beitt er við mansal."Áherslur stjórnvalda ræddar á fundi Ungir jafnaðarmenn standa fyrir opnum fundi í kvöld þar sem Fríða, Margrét og Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, verða með erindi.Ragna mun fjalla um áherslur stjórnvalda til að bregðast við mansali, Fríða mun kynna niðurstöður rannsóknar um eðli og umfangs mansals og Margrét hyggst ræða um mál sem komið hafa á borð Alþjóðahúss og þær úrbætur sem hún telur að stjórnvöld þurfi að innleiða.Fundurinn fer fram á Hallveigarstíg 1 og hefst klukkan 20. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Mansalsmálið sem upp kom í síðasta mánuði er mjög gróf birtingarmynd mansals og hefur rannsókn þess varpað ljósi á hversu viðamikil starfsemi skipulagðra hópa er hér á landi. Þetta segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, mannfræðingur hjá Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Hún fullyrðir að gerendur mansals sé að finna alls staðar í samfélaginu. Fríða telur að þó mikilvægt sé að uppræta brot eins og þessi megi ekki líta svo að þetta sé eina tegund mansalsmála sem hafa átt sér stað og eru að eiga sér stað á Íslandi. Kynlífsánauð mansals geti verið með óteljandi hætti. „Ég hef líkt þessu við þegar mál kynferðisbrotamanns kom upp á níunda áratugnum og varð mikið fjölmiðlamál og á flestra vitorði. Sá brotamaður lokkaði til sín ókunnuga unga stráka og misnotaði þá kynferðislega. Sú tegund brota varð um langt skeið helsta viðmiðið þegar fjallað var um kynferðisbrotamenn. Þá var litið fram hjá því að gerendur væru oft nánustu ættingjar, nágrannar, fjölskylduvinir eða kunningjar brotaþolans," segir Fríða. Fríða segir að um leið og unnið sé að því að uppræta mansal sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi megi ekki missa sjónar af upprætingu á öllum þeim málum sem gerast í okkar nánasta umhverfi. „Gerendur mansals er að finna alls staðar í samfélaginu."Tengist ekki alltaf skipulagðri glæpastarfsemi Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss, segir að almenningur geri sér mismunandi hugmyndir hvað felist í mansali. Flestir setji það í samhengi við frelsissviptingu, ofbeldi, þvingun og skipulagða glæpastarfsemi.Margrét Steinarsdóttir.Mynd/Stefán Karlsson„Allt þetta á vissulega við en mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að samkvæmt alþjóðaskilgreiningum skiptir samþykki einstaklingsins ekki máli ef t.d. bágar aðstæður hans eru hagnýttar. Þess vegna skal enginn greinarmunur gerður milli þess hvort kona samþykkir að veita kynlífsþjónustu eða er neydd til þess. Það er mansal ef einhver hagnýtir sér bága stöðu hennar til að ná samþykkinu fram og hagnast á því," segir Margrét. Þá segir Margrét ekki þurfi endilega að vera um að ræða skipulagða starfsemi þegar mansal kemur við sögu. „Aðstæður fórnarlamba mansals sem leitað hafa til Alþjóðahúss á undanförnum árum endurspegla flestar þær aðferðir sem beitt er við mansal."Áherslur stjórnvalda ræddar á fundi Ungir jafnaðarmenn standa fyrir opnum fundi í kvöld þar sem Fríða, Margrét og Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, verða með erindi.Ragna mun fjalla um áherslur stjórnvalda til að bregðast við mansali, Fríða mun kynna niðurstöður rannsóknar um eðli og umfangs mansals og Margrét hyggst ræða um mál sem komið hafa á borð Alþjóðahúss og þær úrbætur sem hún telur að stjórnvöld þurfi að innleiða.Fundurinn fer fram á Hallveigarstíg 1 og hefst klukkan 20.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira