Gerendur mansals víða að finna 24. nóvember 2009 10:01 Mynd/AFP Mansalsmálið sem upp kom í síðasta mánuði er mjög gróf birtingarmynd mansals og hefur rannsókn þess varpað ljósi á hversu viðamikil starfsemi skipulagðra hópa er hér á landi. Þetta segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, mannfræðingur hjá Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Hún fullyrðir að gerendur mansals sé að finna alls staðar í samfélaginu. Fríða telur að þó mikilvægt sé að uppræta brot eins og þessi megi ekki líta svo að þetta sé eina tegund mansalsmála sem hafa átt sér stað og eru að eiga sér stað á Íslandi. Kynlífsánauð mansals geti verið með óteljandi hætti. „Ég hef líkt þessu við þegar mál kynferðisbrotamanns kom upp á níunda áratugnum og varð mikið fjölmiðlamál og á flestra vitorði. Sá brotamaður lokkaði til sín ókunnuga unga stráka og misnotaði þá kynferðislega. Sú tegund brota varð um langt skeið helsta viðmiðið þegar fjallað var um kynferðisbrotamenn. Þá var litið fram hjá því að gerendur væru oft nánustu ættingjar, nágrannar, fjölskylduvinir eða kunningjar brotaþolans," segir Fríða. Fríða segir að um leið og unnið sé að því að uppræta mansal sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi megi ekki missa sjónar af upprætingu á öllum þeim málum sem gerast í okkar nánasta umhverfi. „Gerendur mansals er að finna alls staðar í samfélaginu."Tengist ekki alltaf skipulagðri glæpastarfsemi Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss, segir að almenningur geri sér mismunandi hugmyndir hvað felist í mansali. Flestir setji það í samhengi við frelsissviptingu, ofbeldi, þvingun og skipulagða glæpastarfsemi.Margrét Steinarsdóttir.Mynd/Stefán Karlsson„Allt þetta á vissulega við en mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að samkvæmt alþjóðaskilgreiningum skiptir samþykki einstaklingsins ekki máli ef t.d. bágar aðstæður hans eru hagnýttar. Þess vegna skal enginn greinarmunur gerður milli þess hvort kona samþykkir að veita kynlífsþjónustu eða er neydd til þess. Það er mansal ef einhver hagnýtir sér bága stöðu hennar til að ná samþykkinu fram og hagnast á því," segir Margrét. Þá segir Margrét ekki þurfi endilega að vera um að ræða skipulagða starfsemi þegar mansal kemur við sögu. „Aðstæður fórnarlamba mansals sem leitað hafa til Alþjóðahúss á undanförnum árum endurspegla flestar þær aðferðir sem beitt er við mansal."Áherslur stjórnvalda ræddar á fundi Ungir jafnaðarmenn standa fyrir opnum fundi í kvöld þar sem Fríða, Margrét og Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, verða með erindi.Ragna mun fjalla um áherslur stjórnvalda til að bregðast við mansali, Fríða mun kynna niðurstöður rannsóknar um eðli og umfangs mansals og Margrét hyggst ræða um mál sem komið hafa á borð Alþjóðahúss og þær úrbætur sem hún telur að stjórnvöld þurfi að innleiða.Fundurinn fer fram á Hallveigarstíg 1 og hefst klukkan 20. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Mansalsmálið sem upp kom í síðasta mánuði er mjög gróf birtingarmynd mansals og hefur rannsókn þess varpað ljósi á hversu viðamikil starfsemi skipulagðra hópa er hér á landi. Þetta segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, mannfræðingur hjá Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Hún fullyrðir að gerendur mansals sé að finna alls staðar í samfélaginu. Fríða telur að þó mikilvægt sé að uppræta brot eins og þessi megi ekki líta svo að þetta sé eina tegund mansalsmála sem hafa átt sér stað og eru að eiga sér stað á Íslandi. Kynlífsánauð mansals geti verið með óteljandi hætti. „Ég hef líkt þessu við þegar mál kynferðisbrotamanns kom upp á níunda áratugnum og varð mikið fjölmiðlamál og á flestra vitorði. Sá brotamaður lokkaði til sín ókunnuga unga stráka og misnotaði þá kynferðislega. Sú tegund brota varð um langt skeið helsta viðmiðið þegar fjallað var um kynferðisbrotamenn. Þá var litið fram hjá því að gerendur væru oft nánustu ættingjar, nágrannar, fjölskylduvinir eða kunningjar brotaþolans," segir Fríða. Fríða segir að um leið og unnið sé að því að uppræta mansal sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi megi ekki missa sjónar af upprætingu á öllum þeim málum sem gerast í okkar nánasta umhverfi. „Gerendur mansals er að finna alls staðar í samfélaginu."Tengist ekki alltaf skipulagðri glæpastarfsemi Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Alþjóðahúss, segir að almenningur geri sér mismunandi hugmyndir hvað felist í mansali. Flestir setji það í samhengi við frelsissviptingu, ofbeldi, þvingun og skipulagða glæpastarfsemi.Margrét Steinarsdóttir.Mynd/Stefán Karlsson„Allt þetta á vissulega við en mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að samkvæmt alþjóðaskilgreiningum skiptir samþykki einstaklingsins ekki máli ef t.d. bágar aðstæður hans eru hagnýttar. Þess vegna skal enginn greinarmunur gerður milli þess hvort kona samþykkir að veita kynlífsþjónustu eða er neydd til þess. Það er mansal ef einhver hagnýtir sér bága stöðu hennar til að ná samþykkinu fram og hagnast á því," segir Margrét. Þá segir Margrét ekki þurfi endilega að vera um að ræða skipulagða starfsemi þegar mansal kemur við sögu. „Aðstæður fórnarlamba mansals sem leitað hafa til Alþjóðahúss á undanförnum árum endurspegla flestar þær aðferðir sem beitt er við mansal."Áherslur stjórnvalda ræddar á fundi Ungir jafnaðarmenn standa fyrir opnum fundi í kvöld þar sem Fríða, Margrét og Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, verða með erindi.Ragna mun fjalla um áherslur stjórnvalda til að bregðast við mansali, Fríða mun kynna niðurstöður rannsóknar um eðli og umfangs mansals og Margrét hyggst ræða um mál sem komið hafa á borð Alþjóðahúss og þær úrbætur sem hún telur að stjórnvöld þurfi að innleiða.Fundurinn fer fram á Hallveigarstíg 1 og hefst klukkan 20.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira