Erlent

Byssumaðurinn var eiginmaður eins starfsmannanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Árásarmaðurinn, Robert Stewart.
Árásarmaðurinn, Robert Stewart. MYND/CNN

Maðurinn sem skaut átta manns til bana á dvalarheimili aldraðra í Carthage í Norður-Karólínu í gær reyndist vera eiginmaður eins starfsmanns heimilisins. Þetta sagði lögregla í gær. Byssumaðurinn var vopnaður riffli, haglabyssu og fleiri skotvopnum þegar hann gerði árásina og er ekki enn vitað hvað honum gekk til. Einum lögreglumanni, sem var fyrstur á vettvang, tókst að skjóta árásarmanninn niður, þó án þess að drepa hann. Lögreglumaðurinn fékk haglaskot í fótinn en er ekki alvarlega slasaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×