Viðskipti innlent

Mosaic Fashions hf. óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Mosaic Fashions hf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum hér á Íslandi og verður beiðni um það send til Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum að því er segir í tilkynningu.

Stjórn Mosaic Fashions hf. tekur þessa ákvörðum í ljósi þess að félagið getur ekki gert upp við kröfuhafa sína og að ekki sé líklegt að sú staða breytist á næstunni.

Eins og kunnugt er í fréttum eru dótturfélög Mosaic í Bretlandi í greiðslustöðvun og hefur Delottie tekið að sér rekstur þeirra meðan á greiðslustöðvuninni stendur.

Fram kemur í tilkynningunni að Karen Millen, Warehouse, Oasis og Anoushka hafi verið seld til Aurora Fashions og að Shoe Studio hafi verið selt til Dune.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×