Hermann hetja Portsmouth - skoraði fyrra markið í 2-0 sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2009 14:37 Hermann Hreiðarsson skoraði flott mark í dag. Mynd/AFP Hermann Hreiðarsson var heldur betur í sviðsljósinu í lífsnauðsynlegur 2-0 sigri Portsmouth á Burnley á Fratton Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hermann fékk vítaspyrnu á silfurfati í fyrri hálfleik sem nýttist ekki og skoraði síðan fyrra mark liðsins með flottu skoti á 65. mínútu. Þetta var fjórði leikur Hermanns með Portsmouth síðan að hann snéri aftur meiðslunum en sá fyrsti sem Portsmouth nær að vinna. Þetta var líka fyrsti sigur liðsins síðan 31. október (4-0 sigur á Wigan) og fyrstu stig liðsins undir stjórn Ísraelans Avram Grant. Markið skoraði Hermann eins og alvöru sóknarmaður. Sóknarmenn Portsmouth hafa farið illa með færin í vetur og kannski væri bara best fyrir Avram Grant að setja Hermann í sóknina. Hermann fékk stutta og skemmtilega sendingu frá varamanninum Kanu inn í teiginn, rétt slapp við rangstöðuna og skoraði með hnitmiðaðu vinstri fótar skoti í fjærhornið. Hermann var líka í sviðsljósinu þegar hann fiskaði vítaspyrnu á 31. mínútu fyrri hálfleiks. Hermann tók þá við boltanum á brjóstkassann og féll án þess að einhver kæmi við hann. Hermann stóð upp strax og ætlaði að halda áfram en þá hafði dómarinn Phil Dowd dæmt víti. Hermann gekk vandræðalegur í burtu en réttlætinu var fullnægt því Aruna Dindane lét Brian Jensen verja frá sér vítið. Aruna Dindane bætti fyrir vítaklúðrið sitt með því að skora annað mark Portsmouth með skalla á 83. mínútu eftir fyrirgjöf Jamie O'Hara en Hermann og O'Hara höfðu þá spilað stutt saman út á vinstri vængnum. Portsmouth er nú komið með tíu stig og komst því því upp úr botnsætinu og upp fyrir Wolves á markatölu en Úlfarnir eru að fara að spila við Bolton klukkan 15.00. Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Hermann Hreiðarsson var heldur betur í sviðsljósinu í lífsnauðsynlegur 2-0 sigri Portsmouth á Burnley á Fratton Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hermann fékk vítaspyrnu á silfurfati í fyrri hálfleik sem nýttist ekki og skoraði síðan fyrra mark liðsins með flottu skoti á 65. mínútu. Þetta var fjórði leikur Hermanns með Portsmouth síðan að hann snéri aftur meiðslunum en sá fyrsti sem Portsmouth nær að vinna. Þetta var líka fyrsti sigur liðsins síðan 31. október (4-0 sigur á Wigan) og fyrstu stig liðsins undir stjórn Ísraelans Avram Grant. Markið skoraði Hermann eins og alvöru sóknarmaður. Sóknarmenn Portsmouth hafa farið illa með færin í vetur og kannski væri bara best fyrir Avram Grant að setja Hermann í sóknina. Hermann fékk stutta og skemmtilega sendingu frá varamanninum Kanu inn í teiginn, rétt slapp við rangstöðuna og skoraði með hnitmiðaðu vinstri fótar skoti í fjærhornið. Hermann var líka í sviðsljósinu þegar hann fiskaði vítaspyrnu á 31. mínútu fyrri hálfleiks. Hermann tók þá við boltanum á brjóstkassann og féll án þess að einhver kæmi við hann. Hermann stóð upp strax og ætlaði að halda áfram en þá hafði dómarinn Phil Dowd dæmt víti. Hermann gekk vandræðalegur í burtu en réttlætinu var fullnægt því Aruna Dindane lét Brian Jensen verja frá sér vítið. Aruna Dindane bætti fyrir vítaklúðrið sitt með því að skora annað mark Portsmouth með skalla á 83. mínútu eftir fyrirgjöf Jamie O'Hara en Hermann og O'Hara höfðu þá spilað stutt saman út á vinstri vængnum. Portsmouth er nú komið með tíu stig og komst því því upp úr botnsætinu og upp fyrir Wolves á markatölu en Úlfarnir eru að fara að spila við Bolton klukkan 15.00.
Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira