Innlent

Kannast ekki við að eineltismál hafi komið upp í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekki er vitað til þess að rauðhærð börn hafi lent í teljandi vandræðum í dag.  Mynd/ AFP Nordic.
Ekki er vitað til þess að rauðhærð börn hafi lent í teljandi vandræðum í dag. Mynd/ AFP Nordic.
Skólastjórinn í Foldaskóla, Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, kannast ekki við það að sérstök eineltismál hafi komið upp í dag. Í dag er svokallaður „kick a ginger day" en á þeim degi hefur fólk verið hvatt til þess að sparka í rauðhærða. Starfsfólk skóla hafði af þessu nokkrar áhyggjur fyrr í vikunni og voru forráðamönnum barna í sumum skólum send bréf vegna þessa.

„Ég heyrði af þessu svona í framhjáhlaupi í morgun og spurði svo kennarana undir hádegi hvort þeir hefðu orðið eitthvað varir við það og í mínum skóla hafði það nú ekki verið," segir Kristinn í samtali við Vísi, en hann er jafnframt formaður Skólastjórafélagsins. Kristinn segist ekki hafa heyrt í skólastjórnendum í öðrum skólum enda hafi hann verið á fundum í allan dag.

Fréttavefur DV greinir frá því að 10 börn hafi verið send heim úr skólum í Mosfellsbæ vegna tveggja eineltismála í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×