Sigurgöngur Boston og Lakers lengjast - Kobe með flautukörfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2009 11:15 Kobe Bryant sést hér skora sigurkörfu sína í nótt yfir Dwyane Wade. Mynd/AP Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. Sigurkarfa Kobe Bryant í nótt var af magnaðri gerðinni og verður örugglega rifjuð upp þegar farið verður yfir feril hans. Kobe Bryant og Dwyane Wade háðu mikið einvígi í leiknum og Wade var að dekka Kobe þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og leiktíminn rann út. Bryant hefði getað jafnað leikinn með tveggja stiga körfu en ætlaði að vinna leikinn sem og hann gerði því Lakers vann 108-107 sigur á Miami. Kobe var með 33 stig en Dwyane Wade skoraði 9 af 26 stigum sínum á síðustu tveimur mínútum leiksins. Wade klikkaði þó á mikilvægu víti þegar aðeins 3,2 sekúndur voru eftir sem gaf Kobe kost á að vinna leikinn. Kevin Garnett var með 23 stig og Paul Pierce skoraði 21 stig í 105-87 útisigri Boston á Oklahoma City en liðið vann alla fjóra útileiki sína í þessari viku. Garnett skoraði meðal annars níu stig í röð og tróð boltanum þar af þrisvar þegar Boston tók öll völd á vellinum í öðrum leikhlutanum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma City með 36 stig. LeBron James var með 23 stig og 11 stoðsendingar í 101-87 sigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls. Þetta var ellefti sigur LeBrons og félaga í síðustu þrettán leikjum. Mo Williams og Daniel Gibson voru báðir með 15 stig hjá Cleveland en nýliðinn Taj Gibson var atkvæðamestur hjá Chicago með 14 stig og 13 fráköst í sjötta tapi liðsins í sjö leikjum. Hedo Turkoglu tryggði Toronto Raptors 109-107 sigur á Washington Wizards þegar 8,1 sekúnda var eftir af framlengingu og endaði með því fimm leikja taphrinu liðsins. Turkoglu skoraði sex síðustu stig Toronto og 20 stig alls. Chris Bosh var þó atkvæðamestur með 31 stig og 16 fráköst en hjá Washington-liðinu var Gilbert Arenas með 34 stig. Al Harrington var með 27 stig, Chris Duhon bætti við 25 stigum og 10 stoðsendingum og David Lee var með 18 stig og 17 fráköst þegar New York Knicks vann 114-107 sigur á Atlanta Hawks. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta. NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn áttunda sigur í röð með magnaðri þriggja stiga flautukörfu á sama tíma og Kevin Garnett og félagar í Boston unnu sinn sjöunda sigur í röð. Sigurkarfa Kobe Bryant í nótt var af magnaðri gerðinni og verður örugglega rifjuð upp þegar farið verður yfir feril hans. Kobe Bryant og Dwyane Wade háðu mikið einvígi í leiknum og Wade var að dekka Kobe þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og leiktíminn rann út. Bryant hefði getað jafnað leikinn með tveggja stiga körfu en ætlaði að vinna leikinn sem og hann gerði því Lakers vann 108-107 sigur á Miami. Kobe var með 33 stig en Dwyane Wade skoraði 9 af 26 stigum sínum á síðustu tveimur mínútum leiksins. Wade klikkaði þó á mikilvægu víti þegar aðeins 3,2 sekúndur voru eftir sem gaf Kobe kost á að vinna leikinn. Kevin Garnett var með 23 stig og Paul Pierce skoraði 21 stig í 105-87 útisigri Boston á Oklahoma City en liðið vann alla fjóra útileiki sína í þessari viku. Garnett skoraði meðal annars níu stig í röð og tróð boltanum þar af þrisvar þegar Boston tók öll völd á vellinum í öðrum leikhlutanum. Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma City með 36 stig. LeBron James var með 23 stig og 11 stoðsendingar í 101-87 sigri Cleveland Cavaliers á Chicago Bulls. Þetta var ellefti sigur LeBrons og félaga í síðustu þrettán leikjum. Mo Williams og Daniel Gibson voru báðir með 15 stig hjá Cleveland en nýliðinn Taj Gibson var atkvæðamestur hjá Chicago með 14 stig og 13 fráköst í sjötta tapi liðsins í sjö leikjum. Hedo Turkoglu tryggði Toronto Raptors 109-107 sigur á Washington Wizards þegar 8,1 sekúnda var eftir af framlengingu og endaði með því fimm leikja taphrinu liðsins. Turkoglu skoraði sex síðustu stig Toronto og 20 stig alls. Chris Bosh var þó atkvæðamestur með 31 stig og 16 fráköst en hjá Washington-liðinu var Gilbert Arenas með 34 stig. Al Harrington var með 27 stig, Chris Duhon bætti við 25 stigum og 10 stoðsendingum og David Lee var með 18 stig og 17 fráköst þegar New York Knicks vann 114-107 sigur á Atlanta Hawks. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta.
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira