Erlent

Falli múrsins fagnað

Leiðtogar heimsins munu koma saman í Berlín í dag til þess að fagna því að tuttugu ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Aðalhátíðarhöldin verða við Brandenborgarhliðið en þar verður risastórum dómínókubbum velt og eiga þeir að tákna hvernig kommúnistastjórnir austan járntjalds féllu ein af annari í kjölfar fregnanna frá Berlín.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands mun leiða hátíðarhöldin en hún ólst upp í Austur-Þýskalandi. Að hennar mati er dagurinn sem múrinn féll sá ánægjulegasti í þýskri sögu. Á meðal leiðtoga sem boðað hafa komu sína má nefna Sarkozy forseta Frakklands, Gordon Brown forsætisráðherra Breta og Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þá mun Michail Gorbachev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna mæta til Berlínar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×