Viðskipti innlent

Byr vill taka yfir greiðslumiðlun sparisjóðanna

Byr hefur falast eftir því að taka yfir innlenda og erlenda greiðslumiðlun sparisjóðanna. Greiðslumiðlunin var áður í höndum Sparisjóðabankans en við þrot hans var gert ráð fyrir að sú þjónusta færðist yfir til Seðlabankans.

Byr og SPRON voru með sína greiðslumiðlun í gegnum Seðlabankann eins og viðskiptabankarnir þrír en allir aðrir sparisjóðir við Sparisjóðabankann.Vilji mun hafa verið til þess að halda greiðslumiðluninni innan sparisjóðakerfisins og sendi Byr Seðlabankanum erindi um yfirtöku greiðslumiðlunarinnar fyrir þremur vikum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er búist við að niðurstaða verði komin í málið í næstu viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×