Viðskipti innlent

Eik Banki tapaði rúmlega 500 milljónum

Eik Banki í Færeyjum tapaði tæplega 24 milljónum danskra kr. eða rúmlega 500 milljónum kr. eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar nam tap bankans á sama tímabili í fyrra tæpum 29 milljónum danskra kr.

Þetta er mun betri útkoma fyrir bankann en á síðasta ársfjórðungi ársins í fyrra er tapið nam rúmlega 282 milljónum danskra kr. eftir skatta.

Marner Jacobsen forstjóri Eik Banka segir að þótt það sé aldrei ásættanlegt að skila tapi af rekstrinum sé stjórn bankans ánægð með hve mikið tapið hefur minnkað frá fjórða ársfjórðung síðasta árs.

„Uppgjörið fyrir fyrsta ársfjórðung sýnir að við erum á réttri leið en þess bera að geta að efnahagskreppunni er langt í frá lokið," segir Jacobsen í umfjöllun um tímabilið á vefsíðu bankans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×