Erlent

Bretar voru dregnir inn í Íraksstríðið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Breskir hermenn á leið heim frá Írak.
Breskir hermenn á leið heim frá Írak.

Bretar voru dregnir inn í stríðið í Írak þrátt fyrir að þátttaka í stríðinu hafi ávallt verið gegn þeirra betri vitund. Þetta segir Nigel Inkster, fyrrum yfirmaður hjá bresku leyniþjónustunni MI-6, og bætir því við að utanríkisráðuneyti landsins hafi sýnt mikla linkind með því að láta Bretland dragast inn í stríð sem embættismenn og leyniþjónustan hefðu haft stórkostlegar efasemdir um að borgaði sig. Á þeim sex árum, sem breskir hermenn voru í Írak, týndu 179 þeirra lífinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×