Körfuboltavefurinn Karfan.is leitaði til nokkurra spekinga og fékk þá til þess að spá um úrslit í oddaleik Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna en leikurinn hefst klukkan 19.15 á Ásvöllum.
Þrír af þeim fimm sem "þora" að spá um úrslit leiksins spá því að bikarmeistarar KR vinni en allir búast við jöfnum og æsispennandi leik. Hér fyrir neðan má sjá spá spekinganna og linkur inn á fréttirnar inn á Karfan.is.
Einar Árni Jóhannsson, fráfarandi þjálfari Breiðabliks spáir KR-sigri
Sjá hér
Ívar Ásgrímsson, fyrrum þjálfari í karla og kvennaflokki spáir Haukasigri
Sjá hér
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur spáir Haukasigri
Sjá hér
Anna María Sveinsdóttir, fyrrum leikmaður og þjálfari spáir KR-sigri
Sjá hér
María Ben Erlingsdóttir, leikmaður UTPA-skólans spáir KR-sigri
Sjá hér