Ferrari hótar enn að hætta 12. júní 2009 12:21 FIA birti Ferrari sem keppanda á næsta ári, en stjórn Ferrari ætlar ekki að keppa ef reglur bretyast ekki fyrir 2010. mynd: Getty Images Samtök keppnisliða hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að þau vilji leysa hnútinn á milli sín og FIA, en einstrengingsleg vinnubrögð FIA verði ekki liðinn. FIA birti í morgun lista yfir leyfilega þátttakendur í Formúlu 1 á næsta ári og fimm núverandi lið eru á þeim lista með skilyrðum. FOTA stendur við fyrri yfirlýsingar um samstöðu í dag og þau standa öll saman gegn nýjum reglum sem FIA vill nota á næsta ári. FOTA tekur ekki í mál að lið innan samtakanna séu dreginn í dilka og Ferrari segist ekki keppa á næsta ári ef nýjar reglur ganga eftir. Ferrari, Red Bull og Torro Rosso voru öll samþykkt af FIA, en ekki að fullu lið BMW, Brawn, Renault, Toyota og McLaren. Í yfirlýsingu FOTA segir að öll lið innan samtakanna séu á einu máli um að aðferðarfræði FIA sé að setja Formúlu 1 í krísu. Samtökin vilja leysa málin á næstu sjö dögum og beina tilmælum til íþróttanefdar FIA og æðsta ráði svokölluðu að koma að málinu. FOTA er tilbúið að skrifa undir þriggja ára samning við FIA, ef skilyrðum liðanna um betri yfirstjórnun á mótshaldi og framkvæmd reglna er mætt. Íþróttin hafi þegar skaðast af völdum FIA og þessu þurfi að snúa á betri veg með framtíðina í huga. Sjá nánar um málið Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Samtök keppnisliða hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að þau vilji leysa hnútinn á milli sín og FIA, en einstrengingsleg vinnubrögð FIA verði ekki liðinn. FIA birti í morgun lista yfir leyfilega þátttakendur í Formúlu 1 á næsta ári og fimm núverandi lið eru á þeim lista með skilyrðum. FOTA stendur við fyrri yfirlýsingar um samstöðu í dag og þau standa öll saman gegn nýjum reglum sem FIA vill nota á næsta ári. FOTA tekur ekki í mál að lið innan samtakanna séu dreginn í dilka og Ferrari segist ekki keppa á næsta ári ef nýjar reglur ganga eftir. Ferrari, Red Bull og Torro Rosso voru öll samþykkt af FIA, en ekki að fullu lið BMW, Brawn, Renault, Toyota og McLaren. Í yfirlýsingu FOTA segir að öll lið innan samtakanna séu á einu máli um að aðferðarfræði FIA sé að setja Formúlu 1 í krísu. Samtökin vilja leysa málin á næstu sjö dögum og beina tilmælum til íþróttanefdar FIA og æðsta ráði svokölluðu að koma að málinu. FOTA er tilbúið að skrifa undir þriggja ára samning við FIA, ef skilyrðum liðanna um betri yfirstjórnun á mótshaldi og framkvæmd reglna er mætt. Íþróttin hafi þegar skaðast af völdum FIA og þessu þurfi að snúa á betri veg með framtíðina í huga. Sjá nánar um málið
Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira