Innlent

Íslenskum lífeyrisþegum búsettum erlendis fjölgar

Mynd/GVA
Íslenskum elli- og örorkulífeyrisþegum sem voru skráðir erlendis hefur fjölgað þrátt fyrir gengisþróunina en þeim fjölgaði um tæplega hundrað síðustu tíu mánuði. Bætur eru greiddar í íslenskum krónum til banka sem millifærir inn á reikninga viðkomandi í erlendri mynt. Gengið í þeim millifærslum er alfarið mál bankans og viðskiptavinarins.

Fjöldi elli- og örorkulífeyrisþega sem voru skráðir erlendis með réttindi, hvort sem þeir þáðu bætur eða ekki, fjölgaði um 97 frá nóvember 2008 til september 2009. Þetta kemur fram á vef Tryggingarstofnunar. Þeir voru 1345 í nóvember 2008 en 1442 í september 2009 og þar af eru 880 ellilífeyrisþegar.

Auk þeirra lífeyrisþega sem hafa skráð sig í öðru landi eru margir lífeyrisþegar sem dvelja langdvölum erlendis og lifa þar af lífeyri sínum án þess að skrá lögheimili sitt þar. Tryggingastofnun hefur ekki upplýsingar um þessa einstaklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×