Dómgreindarskortur Ögmundur Jónasson skrifar 28. júlí 2009 06:00 Leiðari Fréttablaðsins í gær var undir fyrirsögninni Vinskapur og peningar. Leiðarahöfundur var sér meðvitaður um að Íslendingar þyrftu á hvoru tveggja að halda, vinskap og peningum. Ein á báti værum við, að mati blaðsins, einskis megnug: „Ögmundur vill að Ísland vinni sig út úr vandræðunum af eigin rammleik. Það er því miður ekki raunhæft. Við þurfum hjálp…" Þetta skrifar Jón Kaldal ritstjóri, sem auk þess telur mig eiga sitthvað sameiginlegt með einstaklingi sem fór hamförum í fjölskylduerjum á Barðaströnd á helginni sem leið. En um stóru línurnar stendur upp úr, að mati þessa dagblaðs, að Íslendingar komist ekki út úr vanda sínum sjálfir, heldur verði að treysta á aðra. Þessu er ég algerlega ósammála. Ef við Íslendingar komumst ekki út úr vandræðum okkar á eigin forsendum þá eigum við ekki framtíð sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég er hins vegar um það sannfærður að sem þjóð eigum við fram undan bjarta framtíð. En þá er líka grundvallaratriði að við látum ekki telja úr okkur kjarkinn. Vitaskuld þurfum við að huga að stöðu okkar í hinum stóra heimi og skipa okkur þar í sveit sem best þjónar hagsmunum Íslands alveg eins og aðrar þjóðir gera. Sjálfur hef ég t.d. efasemdir um að aðild að Evrópusambandinu sé best til þessa fallin. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins er á öðru máli. Hann staðnæmist við heimasíðu mína með miklum meiningum. Á þessa sömu heimasíðu barst mér nýlega bréf þar sem sú hugmynd er reifuð að Íslendingar líti sér nær; horfi til samstarfs við Grænlendinga, Færeyinga, Skota og Norðmenn í stað þess að láta nauðhyggjuna teyma okkur suður til Brussel í Belgíu. Bréfritari segir að í framtíðinni horfi menn til víðerna, auðvæva undir sjávarbotni - olíunnar. Hvers vegna skyldu Íslendingar eiga að afsala sér ákvörðunarvaldi yfir stefnumótun um nýtingu Norðurslóðanna til 27. hæðar í byggingu ESB í Brussel? Að lokum þetta um leiðaraskrif Jóns Kaldal ritstjóra: Það fátæklega stílbragð að nýta sér ógæfu einstaklings vestur á fjörðum og tengja við umfjöllun á heimasíðu minni læt ég liggja milli hluta. Í því pólitíska glímubragði er fólginn djúpur dómgreindarskortur. Ég vona að sú stund renni upp að Fréttablaðið vaxi úr grasi og læri að greina á milli hismis og kjarna. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Ögmundur Jónasson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Leiðari Fréttablaðsins í gær var undir fyrirsögninni Vinskapur og peningar. Leiðarahöfundur var sér meðvitaður um að Íslendingar þyrftu á hvoru tveggja að halda, vinskap og peningum. Ein á báti værum við, að mati blaðsins, einskis megnug: „Ögmundur vill að Ísland vinni sig út úr vandræðunum af eigin rammleik. Það er því miður ekki raunhæft. Við þurfum hjálp…" Þetta skrifar Jón Kaldal ritstjóri, sem auk þess telur mig eiga sitthvað sameiginlegt með einstaklingi sem fór hamförum í fjölskylduerjum á Barðaströnd á helginni sem leið. En um stóru línurnar stendur upp úr, að mati þessa dagblaðs, að Íslendingar komist ekki út úr vanda sínum sjálfir, heldur verði að treysta á aðra. Þessu er ég algerlega ósammála. Ef við Íslendingar komumst ekki út úr vandræðum okkar á eigin forsendum þá eigum við ekki framtíð sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég er hins vegar um það sannfærður að sem þjóð eigum við fram undan bjarta framtíð. En þá er líka grundvallaratriði að við látum ekki telja úr okkur kjarkinn. Vitaskuld þurfum við að huga að stöðu okkar í hinum stóra heimi og skipa okkur þar í sveit sem best þjónar hagsmunum Íslands alveg eins og aðrar þjóðir gera. Sjálfur hef ég t.d. efasemdir um að aðild að Evrópusambandinu sé best til þessa fallin. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins er á öðru máli. Hann staðnæmist við heimasíðu mína með miklum meiningum. Á þessa sömu heimasíðu barst mér nýlega bréf þar sem sú hugmynd er reifuð að Íslendingar líti sér nær; horfi til samstarfs við Grænlendinga, Færeyinga, Skota og Norðmenn í stað þess að láta nauðhyggjuna teyma okkur suður til Brussel í Belgíu. Bréfritari segir að í framtíðinni horfi menn til víðerna, auðvæva undir sjávarbotni - olíunnar. Hvers vegna skyldu Íslendingar eiga að afsala sér ákvörðunarvaldi yfir stefnumótun um nýtingu Norðurslóðanna til 27. hæðar í byggingu ESB í Brussel? Að lokum þetta um leiðaraskrif Jóns Kaldal ritstjóra: Það fátæklega stílbragð að nýta sér ógæfu einstaklings vestur á fjörðum og tengja við umfjöllun á heimasíðu minni læt ég liggja milli hluta. Í því pólitíska glímubragði er fólginn djúpur dómgreindarskortur. Ég vona að sú stund renni upp að Fréttablaðið vaxi úr grasi og læri að greina á milli hismis og kjarna. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar