Innlent

Rannsóknir á þefskyni þorsks

Fáir hugsa um lyktarskyn þorsks þegar veiðar á tegundinni eru ræddar. fréttablaðið/vilhelm
Fáir hugsa um lyktarskyn þorsks þegar veiðar á tegundinni eru ræddar. fréttablaðið/vilhelm

Útibú Hafrannsóknastofnunarinnar á Ísafirði rannsakar um þessar mundir leiðir til að fanga þorsk í gildrur á hagkvæman hátt. Verkefnið hlaut styrk til þriggja ára frá AVS rannsóknasjóði og er samvinnuverkefni útibúsins, Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., LÍÚ og Háskólans á Akureyri.

Rannsakað er hvernig þorskur laðast að og veiðist í gildrur, og tilraunum með lyktargjafa til aðlöðunar. Fyrstu skref verkefnisins voru stigin sumarið og haustið 2008 þegar framkvæmdar voru myndatökur neðansjávar af leiðigildrum sem prófaðar hafa verið hérlendis með misgóðum árangri. Einnig fóru fram prófanir á áhrifum nokkurra gerða lyktarefna á þorsk í tilraunakví í Álftafirði við Ísafjarðardjúp. Tilraunaaðstaða og uppsetning búnaðar var samnýtt með öðru verkefni stofnunarinnar um atferlisstjórnun á þorski með hljóðduflum. Skemmst er frá því að segja að niðurstöður þeirra prófana leiddu til þess að hafin er vinna við hönnun, smíði og prófanir á búnaði sem gerir mönnum kleift að stýra skömmtun á lyktar­efnum við botn og jafnframt að fylgjast með í myndavélum hvort og hvernig fiskur bregst við. Verði niðurstöður prófana jákvæðar mun verða smíðuð gildra utan um búnaðinn og reynt að fanga þann fisk sem rennur á lyktina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×