Innlent

Kreditkort kærir Kaupþing

Kreditkort hf., umboðsaðili American Express á Íslandi, hefur farið fram á að auglýsingar Kaupþings, þar sem fjallað er um punktasöfnun á e-kortum, verði stöðvaðar. Tilefni kærunnar er blaðaauglýsingar þar sem því er haldið fram að korthafar e-korta fái punkta af innlendri veltu kortsins.

„American Express er hins vegar eina kreditkortið á markaðnum sem veitir vildarpunkta af allri innlendri veltu," segir Viktor Ólason, framkvæmdastjóri Kreditkorts hf.

„Okkur þykir Kaupþing setja niður með svona vinnubrögðum. Þeir hafa ítrekað verið staðnir að því að ýkja kosti e-kortsins í auglýsingum sínum og ljóst er að samkeppnin hefur harðnað mikið með tilkomu American Express inn á markaði," segir Viktor.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×