Viðskipti innlent

Íslensk stjórnvöld hætt við málaferli gegn Bretum

Íslensk stjórnvöld eru hætt við málaferli gegn bresku stjórninni vegna frystingar á eignum íslensku bankanna í Bretlandi. Þetta kemur fram í viðtali Finnacial Times við Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra í dag.

Að sögn blaðsins er þar með lokið illvígustu deilu landanna síðan í þorskastríðunum. "Það eru engin áform uppi í íslensku stjórninni að fara með þetta mál fyrir dómstóla," segir Gylfi en fyrri ríkisstjórn vildi fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu.

Financial Times rekur forsögu málsins og greinir m.a. frá því að Íslendingar hefðu orðið verulega móðgaðir yfir því að Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf sinni gegn Landsbankanum.

Gylfi segir að málið sé eitt þeirra atriða sem sé hluti þess að endubyggja fjármálakerfi þjóðarinnar. Vonist stjórnvöld að með þessari ákvörðun verði auðveldara að endurheimta traust á alþjóðlegum vettvangi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×