Handbolti

Flensburg fór létt með Minden

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu.
Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Flensburg vann í dag fjórtán marka sigur á Minden, 35-21, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg en Ingimundur Ingimundarson var með fjögur fyrir Minden og Gylfi Gylfason tvö. Staðan í hálfleik var 15-11, Flensburg í vil.

Sturla Ásgeirsson komst ekki á blað þegar að Düsseldorf tapaði fyrir Melsungen á heimavelli fyrr í dag, 26-22.

Flensburg er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig eftir fimmtán leiki en Düsseldorf og Minden eru í sextánda og sautjánda sæti deildarinnar með fimm stig hvort.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×