Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani 18. janúar 2009 18:51 Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. Heimildir fréttastofu herma að Al-Thani hafi fengið helming verðmætis 5 prósenta hlutar í Kaupþingi, tólf og hálfan milljarð, lánaðan hjá Kaupþing án þess að leggja nokkur önnur veð fyrir láninu en bréfin sjálf. Hinn helminginn fékk hann lánaðan frá félagi í eigu góðvinar síns Ólafs Ólafssonar sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Peningarnir sem Ólafur lagði Al-Thani til komu þó ekki úr hans vasa. Skömmu áður en Ólafur lánaði Al-Thani umræddan tólf og hálfan milljarð keypti hann skuldabréf í Kaupþingi fyrir tuttugu og fimm milljarða af erlendum aðilum. Hann keypti bréfin á 50% undirverði sem þýðir að hann borgaði aðeins tólf og hálfan milljarð fyrir bréfin. Fljótlega á eftir seldi Ólafur, sem var annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi, skuldabréfin til Kaupþings fyrir tuttugu og fimm milljarða. Ekki hefur fengist skýrt hvers vegna Kaupþing greiddi helmingi hærra verð fyrir skuldabréfin heldur en Ólafur greiddi sjálfur skömmu áður. Þessi viðskipti skiluðu Ólafi hagnaði upp á tólf og hálfan milljarð. Þeir peningar voru síðan lánaðir til Al-Thani. Katarbúinn lagði því aldrei krónu í tuttugu og fimm milljarða viðskipti sín með bréfin í Kaupþingi. Hann tapar því engu þótt milljarðarnir tuttugu fimm hafi gufað upp þegar Kaupþing féll níunda október síðastliðinn. Ólafur Ólafsson tapar heldur ekki krónu jafnvel þótt hann lánað Al-Thani tólf og hálfan milljarð. Þá upphæð fékk hann gefins í skuldabréfaviðskiptum við Kaupþing. Eftir situr Kaupþing með veð í verðlausum bréfum og tuttugu og fimm milljarða skuldabréf í eigin banka sem er einnig verðlaust. Tap bankans nemur 37,5 milljörðum. Hinn 15. janúar fullyrti Telma Halldórsdóttir umboðsmaður Al-Thani á Íslandi við fréttamann Stöðvar tvö, að hann hafi greitt Kaupþingi rúma 13 milljarða króna skömmu fyrir hrun Kaupþings og sýndi hluta kvittunar því til staðfestingar, en þetta hefur ekki endanlega verið staðfest. Ef þetta er rétt er tap bankans væntanlega þeim mun lægra. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. Heimildir fréttastofu herma að Al-Thani hafi fengið helming verðmætis 5 prósenta hlutar í Kaupþingi, tólf og hálfan milljarð, lánaðan hjá Kaupþing án þess að leggja nokkur önnur veð fyrir láninu en bréfin sjálf. Hinn helminginn fékk hann lánaðan frá félagi í eigu góðvinar síns Ólafs Ólafssonar sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Peningarnir sem Ólafur lagði Al-Thani til komu þó ekki úr hans vasa. Skömmu áður en Ólafur lánaði Al-Thani umræddan tólf og hálfan milljarð keypti hann skuldabréf í Kaupþingi fyrir tuttugu og fimm milljarða af erlendum aðilum. Hann keypti bréfin á 50% undirverði sem þýðir að hann borgaði aðeins tólf og hálfan milljarð fyrir bréfin. Fljótlega á eftir seldi Ólafur, sem var annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi, skuldabréfin til Kaupþings fyrir tuttugu og fimm milljarða. Ekki hefur fengist skýrt hvers vegna Kaupþing greiddi helmingi hærra verð fyrir skuldabréfin heldur en Ólafur greiddi sjálfur skömmu áður. Þessi viðskipti skiluðu Ólafi hagnaði upp á tólf og hálfan milljarð. Þeir peningar voru síðan lánaðir til Al-Thani. Katarbúinn lagði því aldrei krónu í tuttugu og fimm milljarða viðskipti sín með bréfin í Kaupþingi. Hann tapar því engu þótt milljarðarnir tuttugu fimm hafi gufað upp þegar Kaupþing féll níunda október síðastliðinn. Ólafur Ólafsson tapar heldur ekki krónu jafnvel þótt hann lánað Al-Thani tólf og hálfan milljarð. Þá upphæð fékk hann gefins í skuldabréfaviðskiptum við Kaupþing. Eftir situr Kaupþing með veð í verðlausum bréfum og tuttugu og fimm milljarða skuldabréf í eigin banka sem er einnig verðlaust. Tap bankans nemur 37,5 milljörðum. Hinn 15. janúar fullyrti Telma Halldórsdóttir umboðsmaður Al-Thani á Íslandi við fréttamann Stöðvar tvö, að hann hafi greitt Kaupþingi rúma 13 milljarða króna skömmu fyrir hrun Kaupþings og sýndi hluta kvittunar því til staðfestingar, en þetta hefur ekki endanlega verið staðfest. Ef þetta er rétt er tap bankans væntanlega þeim mun lægra.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira