Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani 18. janúar 2009 18:51 Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. Heimildir fréttastofu herma að Al-Thani hafi fengið helming verðmætis 5 prósenta hlutar í Kaupþingi, tólf og hálfan milljarð, lánaðan hjá Kaupþing án þess að leggja nokkur önnur veð fyrir láninu en bréfin sjálf. Hinn helminginn fékk hann lánaðan frá félagi í eigu góðvinar síns Ólafs Ólafssonar sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Peningarnir sem Ólafur lagði Al-Thani til komu þó ekki úr hans vasa. Skömmu áður en Ólafur lánaði Al-Thani umræddan tólf og hálfan milljarð keypti hann skuldabréf í Kaupþingi fyrir tuttugu og fimm milljarða af erlendum aðilum. Hann keypti bréfin á 50% undirverði sem þýðir að hann borgaði aðeins tólf og hálfan milljarð fyrir bréfin. Fljótlega á eftir seldi Ólafur, sem var annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi, skuldabréfin til Kaupþings fyrir tuttugu og fimm milljarða. Ekki hefur fengist skýrt hvers vegna Kaupþing greiddi helmingi hærra verð fyrir skuldabréfin heldur en Ólafur greiddi sjálfur skömmu áður. Þessi viðskipti skiluðu Ólafi hagnaði upp á tólf og hálfan milljarð. Þeir peningar voru síðan lánaðir til Al-Thani. Katarbúinn lagði því aldrei krónu í tuttugu og fimm milljarða viðskipti sín með bréfin í Kaupþingi. Hann tapar því engu þótt milljarðarnir tuttugu fimm hafi gufað upp þegar Kaupþing féll níunda október síðastliðinn. Ólafur Ólafsson tapar heldur ekki krónu jafnvel þótt hann lánað Al-Thani tólf og hálfan milljarð. Þá upphæð fékk hann gefins í skuldabréfaviðskiptum við Kaupþing. Eftir situr Kaupþing með veð í verðlausum bréfum og tuttugu og fimm milljarða skuldabréf í eigin banka sem er einnig verðlaust. Tap bankans nemur 37,5 milljörðum. Hinn 15. janúar fullyrti Telma Halldórsdóttir umboðsmaður Al-Thani á Íslandi við fréttamann Stöðvar tvö, að hann hafi greitt Kaupþingi rúma 13 milljarða króna skömmu fyrir hrun Kaupþings og sýndi hluta kvittunar því til staðfestingar, en þetta hefur ekki endanlega verið staðfest. Ef þetta er rétt er tap bankans væntanlega þeim mun lægra. Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. Heimildir fréttastofu herma að Al-Thani hafi fengið helming verðmætis 5 prósenta hlutar í Kaupþingi, tólf og hálfan milljarð, lánaðan hjá Kaupþing án þess að leggja nokkur önnur veð fyrir láninu en bréfin sjálf. Hinn helminginn fékk hann lánaðan frá félagi í eigu góðvinar síns Ólafs Ólafssonar sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Peningarnir sem Ólafur lagði Al-Thani til komu þó ekki úr hans vasa. Skömmu áður en Ólafur lánaði Al-Thani umræddan tólf og hálfan milljarð keypti hann skuldabréf í Kaupþingi fyrir tuttugu og fimm milljarða af erlendum aðilum. Hann keypti bréfin á 50% undirverði sem þýðir að hann borgaði aðeins tólf og hálfan milljarð fyrir bréfin. Fljótlega á eftir seldi Ólafur, sem var annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi, skuldabréfin til Kaupþings fyrir tuttugu og fimm milljarða. Ekki hefur fengist skýrt hvers vegna Kaupþing greiddi helmingi hærra verð fyrir skuldabréfin heldur en Ólafur greiddi sjálfur skömmu áður. Þessi viðskipti skiluðu Ólafi hagnaði upp á tólf og hálfan milljarð. Þeir peningar voru síðan lánaðir til Al-Thani. Katarbúinn lagði því aldrei krónu í tuttugu og fimm milljarða viðskipti sín með bréfin í Kaupþingi. Hann tapar því engu þótt milljarðarnir tuttugu fimm hafi gufað upp þegar Kaupþing féll níunda október síðastliðinn. Ólafur Ólafsson tapar heldur ekki krónu jafnvel þótt hann lánað Al-Thani tólf og hálfan milljarð. Þá upphæð fékk hann gefins í skuldabréfaviðskiptum við Kaupþing. Eftir situr Kaupþing með veð í verðlausum bréfum og tuttugu og fimm milljarða skuldabréf í eigin banka sem er einnig verðlaust. Tap bankans nemur 37,5 milljörðum. Hinn 15. janúar fullyrti Telma Halldórsdóttir umboðsmaður Al-Thani á Íslandi við fréttamann Stöðvar tvö, að hann hafi greitt Kaupþingi rúma 13 milljarða króna skömmu fyrir hrun Kaupþings og sýndi hluta kvittunar því til staðfestingar, en þetta hefur ekki endanlega verið staðfest. Ef þetta er rétt er tap bankans væntanlega þeim mun lægra.
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent