Að slökkva lífsneistann hjá fólki 26. ágúst 2009 06:00 Við upplifum margt sorglegt og mjög átakanlegt innan veggja Fjölskylduhjálpar Íslands. Í morgun, mánudag 24. ágúst, hef ég haft nóg að gera við að svara símtölum frá fátæku fólki sem sér ekki fram á að geta staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að mennta börn sín. Kona hafði samband og sagði að dóttir hennar hefði komist inn í framhaldsskóla og var ákaflega ánægð með það. Þessi kona er öryrki og hefur alls 120.000 krónur í tekjur á mánuði. Hún leigir 90 fermetra íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu á 80.000 krónur og fær í húsaleigubætur 30.000 þannig að leigan er 48.000 krónur á mánuði. Þessi kona hefur 68.000 krónur til að framfleyta sér og dóttur sinni. Þessi kona getur ekki keypt skólabækur fyrir dóttur sína. Nú hefur einstaklingur í þjóðfélaginu haft samband við mig og ætlar að styðja viðkomandi fjölskyldu reglulega þ.e. taka fjölskylduna í fjárhagslegt fóstur. Viðkomandi mun nafnlaust leggja reglulega inn á reikning móðurinnar sem stuðning við menntun dótturinnar. Fleiri svona mál eru í vinnslu hjá FÍ og er það vel. Á föstudaginn sl. fengum við eitt af mörgum hrópum um hjálp sökum fátæktar. Þetta er sönn saga sem birtist hér að neðan. Einstætt foreldri sem er öryrki bað um neyðaraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í síðustu viku. Foreldrið er á fertugsaldri með þrjá syni á aldrinum 11, 15 og 17 ára. Foreldrið leitaði til Félagsþjónustunnar í Reykjavík en fékk synjun um aðstoð vegna þess að viðkomandi væri öryrki og ekki á framfæri félagslega kerfisins. Hér bitnar það á viðkomandi foreldri að hafa þraukað í sinni fátækt undanfarin misserin og þá er svarið hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík: nei, engin aðstoð hér. Peningar voru ekki til á heimilinu til að kaupa mat. Fjölskyldan var matarlaus, ekki til mjólkurdropi. Þessi einstaklingur með börnin sín þrjú er gjörsamlega hjálparlaus. Elsta barnið átti að byrja í framhaldsskóla sl. föstudag en foreldrið varð að hringja barnið inn veikt því ekki voru til peningar til að kaupa skólabækur og annað sem tilheyrir skólanum. Foreldrið hafði fengið 15.000 krónur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en sú upphæð dugði ekki fyrir skólakostnaði fyrir eitt barn, hvað þá þremur. Foreldrið er að bugast. Hagir þessa foreldris eru eftirfarandi. Það leigir 96 fermetra íbúð hjá Félagsbústöðum á 150.000 krónur á mánuði og fær 70.000 krónur í húsaleigubætur. Það greiðir því 80.000 krónur í húsaleigu. Tekið skal fram að foreldrið sefur í stofunni þar sem í íbúðinni eru þrjú herbergi en þyrftu að vera fjögur. Tekjur þessa foreldris eru 120.000 krónur í örorkubætur og 60.000 með þremur börnum á mánuði. Sem sagt, tekjur þessa foreldris eru því 180.000 á mánuði. Að að frádreginni húsaleigu hefur það því til ráðstöfunar heilar 100.000 krónur á mánuði. Hitt foreldrið sem einnig er öryrki veiktist lífshættulega fyrir stuttu og bíða börnin milli vonar og ótta eftir framvinda mála. Fjölskylduhjálp Íslands stóð vaktina að venju og var hægt að styðja fjölskylduna með 20.000 krónum til bókakaupa auk þess að fá matvæli sem gætu dugað í vikutíma. Vandamál þessara fjölskyldna eru ekki leyst með aðstoð frá okkur. Aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands er neyðaraðstoð. Hér þarf miklu meira að koma til. Höfundur er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við upplifum margt sorglegt og mjög átakanlegt innan veggja Fjölskylduhjálpar Íslands. Í morgun, mánudag 24. ágúst, hef ég haft nóg að gera við að svara símtölum frá fátæku fólki sem sér ekki fram á að geta staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að mennta börn sín. Kona hafði samband og sagði að dóttir hennar hefði komist inn í framhaldsskóla og var ákaflega ánægð með það. Þessi kona er öryrki og hefur alls 120.000 krónur í tekjur á mánuði. Hún leigir 90 fermetra íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu á 80.000 krónur og fær í húsaleigubætur 30.000 þannig að leigan er 48.000 krónur á mánuði. Þessi kona hefur 68.000 krónur til að framfleyta sér og dóttur sinni. Þessi kona getur ekki keypt skólabækur fyrir dóttur sína. Nú hefur einstaklingur í þjóðfélaginu haft samband við mig og ætlar að styðja viðkomandi fjölskyldu reglulega þ.e. taka fjölskylduna í fjárhagslegt fóstur. Viðkomandi mun nafnlaust leggja reglulega inn á reikning móðurinnar sem stuðning við menntun dótturinnar. Fleiri svona mál eru í vinnslu hjá FÍ og er það vel. Á föstudaginn sl. fengum við eitt af mörgum hrópum um hjálp sökum fátæktar. Þetta er sönn saga sem birtist hér að neðan. Einstætt foreldri sem er öryrki bað um neyðaraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í síðustu viku. Foreldrið er á fertugsaldri með þrjá syni á aldrinum 11, 15 og 17 ára. Foreldrið leitaði til Félagsþjónustunnar í Reykjavík en fékk synjun um aðstoð vegna þess að viðkomandi væri öryrki og ekki á framfæri félagslega kerfisins. Hér bitnar það á viðkomandi foreldri að hafa þraukað í sinni fátækt undanfarin misserin og þá er svarið hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík: nei, engin aðstoð hér. Peningar voru ekki til á heimilinu til að kaupa mat. Fjölskyldan var matarlaus, ekki til mjólkurdropi. Þessi einstaklingur með börnin sín þrjú er gjörsamlega hjálparlaus. Elsta barnið átti að byrja í framhaldsskóla sl. föstudag en foreldrið varð að hringja barnið inn veikt því ekki voru til peningar til að kaupa skólabækur og annað sem tilheyrir skólanum. Foreldrið hafði fengið 15.000 krónur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en sú upphæð dugði ekki fyrir skólakostnaði fyrir eitt barn, hvað þá þremur. Foreldrið er að bugast. Hagir þessa foreldris eru eftirfarandi. Það leigir 96 fermetra íbúð hjá Félagsbústöðum á 150.000 krónur á mánuði og fær 70.000 krónur í húsaleigubætur. Það greiðir því 80.000 krónur í húsaleigu. Tekið skal fram að foreldrið sefur í stofunni þar sem í íbúðinni eru þrjú herbergi en þyrftu að vera fjögur. Tekjur þessa foreldris eru 120.000 krónur í örorkubætur og 60.000 með þremur börnum á mánuði. Sem sagt, tekjur þessa foreldris eru því 180.000 á mánuði. Að að frádreginni húsaleigu hefur það því til ráðstöfunar heilar 100.000 krónur á mánuði. Hitt foreldrið sem einnig er öryrki veiktist lífshættulega fyrir stuttu og bíða börnin milli vonar og ótta eftir framvinda mála. Fjölskylduhjálp Íslands stóð vaktina að venju og var hægt að styðja fjölskylduna með 20.000 krónum til bókakaupa auk þess að fá matvæli sem gætu dugað í vikutíma. Vandamál þessara fjölskyldna eru ekki leyst með aðstoð frá okkur. Aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands er neyðaraðstoð. Hér þarf miklu meira að koma til. Höfundur er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun