Að slökkva lífsneistann hjá fólki 26. ágúst 2009 06:00 Við upplifum margt sorglegt og mjög átakanlegt innan veggja Fjölskylduhjálpar Íslands. Í morgun, mánudag 24. ágúst, hef ég haft nóg að gera við að svara símtölum frá fátæku fólki sem sér ekki fram á að geta staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að mennta börn sín. Kona hafði samband og sagði að dóttir hennar hefði komist inn í framhaldsskóla og var ákaflega ánægð með það. Þessi kona er öryrki og hefur alls 120.000 krónur í tekjur á mánuði. Hún leigir 90 fermetra íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu á 80.000 krónur og fær í húsaleigubætur 30.000 þannig að leigan er 48.000 krónur á mánuði. Þessi kona hefur 68.000 krónur til að framfleyta sér og dóttur sinni. Þessi kona getur ekki keypt skólabækur fyrir dóttur sína. Nú hefur einstaklingur í þjóðfélaginu haft samband við mig og ætlar að styðja viðkomandi fjölskyldu reglulega þ.e. taka fjölskylduna í fjárhagslegt fóstur. Viðkomandi mun nafnlaust leggja reglulega inn á reikning móðurinnar sem stuðning við menntun dótturinnar. Fleiri svona mál eru í vinnslu hjá FÍ og er það vel. Á föstudaginn sl. fengum við eitt af mörgum hrópum um hjálp sökum fátæktar. Þetta er sönn saga sem birtist hér að neðan. Einstætt foreldri sem er öryrki bað um neyðaraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í síðustu viku. Foreldrið er á fertugsaldri með þrjá syni á aldrinum 11, 15 og 17 ára. Foreldrið leitaði til Félagsþjónustunnar í Reykjavík en fékk synjun um aðstoð vegna þess að viðkomandi væri öryrki og ekki á framfæri félagslega kerfisins. Hér bitnar það á viðkomandi foreldri að hafa þraukað í sinni fátækt undanfarin misserin og þá er svarið hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík: nei, engin aðstoð hér. Peningar voru ekki til á heimilinu til að kaupa mat. Fjölskyldan var matarlaus, ekki til mjólkurdropi. Þessi einstaklingur með börnin sín þrjú er gjörsamlega hjálparlaus. Elsta barnið átti að byrja í framhaldsskóla sl. föstudag en foreldrið varð að hringja barnið inn veikt því ekki voru til peningar til að kaupa skólabækur og annað sem tilheyrir skólanum. Foreldrið hafði fengið 15.000 krónur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en sú upphæð dugði ekki fyrir skólakostnaði fyrir eitt barn, hvað þá þremur. Foreldrið er að bugast. Hagir þessa foreldris eru eftirfarandi. Það leigir 96 fermetra íbúð hjá Félagsbústöðum á 150.000 krónur á mánuði og fær 70.000 krónur í húsaleigubætur. Það greiðir því 80.000 krónur í húsaleigu. Tekið skal fram að foreldrið sefur í stofunni þar sem í íbúðinni eru þrjú herbergi en þyrftu að vera fjögur. Tekjur þessa foreldris eru 120.000 krónur í örorkubætur og 60.000 með þremur börnum á mánuði. Sem sagt, tekjur þessa foreldris eru því 180.000 á mánuði. Að að frádreginni húsaleigu hefur það því til ráðstöfunar heilar 100.000 krónur á mánuði. Hitt foreldrið sem einnig er öryrki veiktist lífshættulega fyrir stuttu og bíða börnin milli vonar og ótta eftir framvinda mála. Fjölskylduhjálp Íslands stóð vaktina að venju og var hægt að styðja fjölskylduna með 20.000 krónum til bókakaupa auk þess að fá matvæli sem gætu dugað í vikutíma. Vandamál þessara fjölskyldna eru ekki leyst með aðstoð frá okkur. Aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands er neyðaraðstoð. Hér þarf miklu meira að koma til. Höfundur er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Við upplifum margt sorglegt og mjög átakanlegt innan veggja Fjölskylduhjálpar Íslands. Í morgun, mánudag 24. ágúst, hef ég haft nóg að gera við að svara símtölum frá fátæku fólki sem sér ekki fram á að geta staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að mennta börn sín. Kona hafði samband og sagði að dóttir hennar hefði komist inn í framhaldsskóla og var ákaflega ánægð með það. Þessi kona er öryrki og hefur alls 120.000 krónur í tekjur á mánuði. Hún leigir 90 fermetra íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu á 80.000 krónur og fær í húsaleigubætur 30.000 þannig að leigan er 48.000 krónur á mánuði. Þessi kona hefur 68.000 krónur til að framfleyta sér og dóttur sinni. Þessi kona getur ekki keypt skólabækur fyrir dóttur sína. Nú hefur einstaklingur í þjóðfélaginu haft samband við mig og ætlar að styðja viðkomandi fjölskyldu reglulega þ.e. taka fjölskylduna í fjárhagslegt fóstur. Viðkomandi mun nafnlaust leggja reglulega inn á reikning móðurinnar sem stuðning við menntun dótturinnar. Fleiri svona mál eru í vinnslu hjá FÍ og er það vel. Á föstudaginn sl. fengum við eitt af mörgum hrópum um hjálp sökum fátæktar. Þetta er sönn saga sem birtist hér að neðan. Einstætt foreldri sem er öryrki bað um neyðaraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í síðustu viku. Foreldrið er á fertugsaldri með þrjá syni á aldrinum 11, 15 og 17 ára. Foreldrið leitaði til Félagsþjónustunnar í Reykjavík en fékk synjun um aðstoð vegna þess að viðkomandi væri öryrki og ekki á framfæri félagslega kerfisins. Hér bitnar það á viðkomandi foreldri að hafa þraukað í sinni fátækt undanfarin misserin og þá er svarið hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík: nei, engin aðstoð hér. Peningar voru ekki til á heimilinu til að kaupa mat. Fjölskyldan var matarlaus, ekki til mjólkurdropi. Þessi einstaklingur með börnin sín þrjú er gjörsamlega hjálparlaus. Elsta barnið átti að byrja í framhaldsskóla sl. föstudag en foreldrið varð að hringja barnið inn veikt því ekki voru til peningar til að kaupa skólabækur og annað sem tilheyrir skólanum. Foreldrið hafði fengið 15.000 krónur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en sú upphæð dugði ekki fyrir skólakostnaði fyrir eitt barn, hvað þá þremur. Foreldrið er að bugast. Hagir þessa foreldris eru eftirfarandi. Það leigir 96 fermetra íbúð hjá Félagsbústöðum á 150.000 krónur á mánuði og fær 70.000 krónur í húsaleigubætur. Það greiðir því 80.000 krónur í húsaleigu. Tekið skal fram að foreldrið sefur í stofunni þar sem í íbúðinni eru þrjú herbergi en þyrftu að vera fjögur. Tekjur þessa foreldris eru 120.000 krónur í örorkubætur og 60.000 með þremur börnum á mánuði. Sem sagt, tekjur þessa foreldris eru því 180.000 á mánuði. Að að frádreginni húsaleigu hefur það því til ráðstöfunar heilar 100.000 krónur á mánuði. Hitt foreldrið sem einnig er öryrki veiktist lífshættulega fyrir stuttu og bíða börnin milli vonar og ótta eftir framvinda mála. Fjölskylduhjálp Íslands stóð vaktina að venju og var hægt að styðja fjölskylduna með 20.000 krónum til bókakaupa auk þess að fá matvæli sem gætu dugað í vikutíma. Vandamál þessara fjölskyldna eru ekki leyst með aðstoð frá okkur. Aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands er neyðaraðstoð. Hér þarf miklu meira að koma til. Höfundur er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun