Seðlabankinn gat ekki komið í veg fyrir Icesave klúðrið 6. febrúar 2009 10:40 Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að Seðlabanki Íslands hafi ekki getað komið í veg fyrir Icesave klúðrið. Þetta kemur fram í erindi sem Ingimundur átti að flytja í málstofu hjá finnska seðlabankanum í dag. Ekki verður af flutningi erindisins þar sem Ingimundur er forfallaður í dag. Það er jafnframt athyglisvert í umfjöllun Ingimundar um Icesave að svo virðist sem bankastjórar Landsbankans hafi beitt Seðlabankann blekkingum s.l. vor þegar þeir sögðust vera að koma Icesave yfir í breskt dótturfyrirtæki bankans. „Seðlabanki Íslands taldi eindregið að innlánastarfsemi bankanna ætti að vera í dótturfyrirtækjum fremur en útibúum, þ.m.t. að innlánastarfsemi Landsbankans í Lundúnum yrði færð í dótturfyrirtæki bankans," segir Ingimundur. „Unnið var að undirbúningi þessa í Landsbankanum snemma árs 2008 og var Seðlabankanum greint frá því hvað til þyrfti og hve langan tíma það tæki. Af viðræðum við forsvarsmenn Landsbankans taldi Seðlabankinn mega ráða að það ferli væri þegar hafið sl. vor. Í júlí kom á daginn að svo var ekki." Ingimundur segir síðan: „Þótt afstaða Seðlabankans væri skýr, hafði hann ekki vald til þess að knýja fram breytingar eða gera kröfur og raunar var svigrúm annarra íslenskra stjórnvalda mjög takmarkað innan gildandi laga sem falla að laga- og regluverki Evrópusambandsins." Annar athyglisverður punktur í erindi Ingimundar er að um mitt ár 2008 brást Seðlabanki Evrópu hart við því sem hann taldi vera of miklar lántökur íslenskra banka frá honum í gengum dótturfyrirtæki þeirra í myntbandalaginu. Lánin höfðu verið tekin grundvelli reglna bankans um fyrirgreiðslu við fjármálafyrirtæki í löndum myntbandalagsins. Evrópski seðlabankinn krafðist þess að íslensku bankarnir endurgreiddu á skömmum tíma verulegan hluta þeirrar fyrirgreiðslu sem þeir höfðu nýtt sér í góðri trú. „Að hluta a.m.k. voru endurgreiðslurnar fjármagnaðar með innlánum í erlendum útibúum. Snemma í október tilkynnti Seðlabanki Evrópu um há og tafarlaus veðköll á tvo íslensku bankanna sem hefðu leitt þá umsvifalaust í þrot. Fréttir af því fóru víða," segir Ingimundur. „Af ástæðum sem ekki voru skýrðar féll bankinn frá veðkallinu á síðustu stundu þrátt fyrir að Seðlabanka Íslands hefði verið tjáð að slíkar ákvarðanir Seðlabanka Evrópu væru óafturkallanlegar." Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að Seðlabanki Íslands hafi ekki getað komið í veg fyrir Icesave klúðrið. Þetta kemur fram í erindi sem Ingimundur átti að flytja í málstofu hjá finnska seðlabankanum í dag. Ekki verður af flutningi erindisins þar sem Ingimundur er forfallaður í dag. Það er jafnframt athyglisvert í umfjöllun Ingimundar um Icesave að svo virðist sem bankastjórar Landsbankans hafi beitt Seðlabankann blekkingum s.l. vor þegar þeir sögðust vera að koma Icesave yfir í breskt dótturfyrirtæki bankans. „Seðlabanki Íslands taldi eindregið að innlánastarfsemi bankanna ætti að vera í dótturfyrirtækjum fremur en útibúum, þ.m.t. að innlánastarfsemi Landsbankans í Lundúnum yrði færð í dótturfyrirtæki bankans," segir Ingimundur. „Unnið var að undirbúningi þessa í Landsbankanum snemma árs 2008 og var Seðlabankanum greint frá því hvað til þyrfti og hve langan tíma það tæki. Af viðræðum við forsvarsmenn Landsbankans taldi Seðlabankinn mega ráða að það ferli væri þegar hafið sl. vor. Í júlí kom á daginn að svo var ekki." Ingimundur segir síðan: „Þótt afstaða Seðlabankans væri skýr, hafði hann ekki vald til þess að knýja fram breytingar eða gera kröfur og raunar var svigrúm annarra íslenskra stjórnvalda mjög takmarkað innan gildandi laga sem falla að laga- og regluverki Evrópusambandsins." Annar athyglisverður punktur í erindi Ingimundar er að um mitt ár 2008 brást Seðlabanki Evrópu hart við því sem hann taldi vera of miklar lántökur íslenskra banka frá honum í gengum dótturfyrirtæki þeirra í myntbandalaginu. Lánin höfðu verið tekin grundvelli reglna bankans um fyrirgreiðslu við fjármálafyrirtæki í löndum myntbandalagsins. Evrópski seðlabankinn krafðist þess að íslensku bankarnir endurgreiddu á skömmum tíma verulegan hluta þeirrar fyrirgreiðslu sem þeir höfðu nýtt sér í góðri trú. „Að hluta a.m.k. voru endurgreiðslurnar fjármagnaðar með innlánum í erlendum útibúum. Snemma í október tilkynnti Seðlabanki Evrópu um há og tafarlaus veðköll á tvo íslensku bankanna sem hefðu leitt þá umsvifalaust í þrot. Fréttir af því fóru víða," segir Ingimundur. „Af ástæðum sem ekki voru skýrðar féll bankinn frá veðkallinu á síðustu stundu þrátt fyrir að Seðlabanka Íslands hefði verið tjáð að slíkar ákvarðanir Seðlabanka Evrópu væru óafturkallanlegar."
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira