Strandveiðar 26. ágúst 2009 06:00 Í sumar samþykkti Alþingi að leyfa strandveiðar sem ekki væru háðar því að menn ættu eða leigðu til sín kvóta. Það var fagnaðarefni. Núverandi fiskveiðistjórnarkerfi hefur leitt til þess að fjöldi sjómanna er nú leiguliðar sægreifa sem drottna yfir auðlindinni. Leiguliðanir hafa þurft að leigja kvóta og borgað allt upp í 80-90% af verðmæti landaðs afla til sægreifanna. Margir hafa fyrir vikið gefist upp. Það verður að koma í veg fyrir að hægt sé að hneppa menn í ánauð á þeim forsendum að verið sé að vernda fiskistofnana og auka hagræðingu í greininni. Allir þeir sem hafa fylgst með fiskveiðum frá því að kvótakerfið var sett á vita að markmiðum þess hefur aldrei verið náð. Eina markmið þess í dag virðist því vera að viðhalda eignarhaldi á kvótanum og vernda með því sérhagsmuni fárra á kostnað almennings. Strandveiðikerfið er spor í rétta átt til að breyta núverandi kerfi og þar með að koma til móts við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem hefur ályktað að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi brjóti mannréttindi sem varða atvinnufrelsi. Í sumar hafa um 400 handfærabátar stundað strandveiðar. Á sumum bátum hafa tveir verið á. Hagræðing þess fyrir land og þjóð er margvísleg. Fyrst má nefna að allur fiskur sem veiðist hefur með þessum hætti farið á innlendan fiskmarkað sem hefur átt þátt í að auka fiskvinnslu í landi. Veiðarnar hafa leitt til aukinna tekna fyrir alla. Sveitarfélögin hafa fengið hærri hafnargjöld og útsvar. Ríkið fær meiri tekjur í formi skatta. Fleiri störf hafa orðið til og þó svo að það sé tímabundið er það betra en ekkert. Fyrir næsta sumar þarf að setja fleiri tonn í þennan pott sem strandveiðimenn mega veiða úr og ætti hann að mínu áliti að vera átta til tíu þúsund tonn. Einnig ætti að lengja veiðitímabilið, sem ætti að ná frá 1. apríl til 1. september. Sumum strandveiðisjómönnum, sem hafa verið leiguliðar hingað til, finnst að þeir séu nú aftur orðnir frjálsir menn þar sem þeir fá nú fullt verð fyrir aflann og þurfa ekki að greiða sægreifum fyrir aðgang að veiðiheimildum. Að lokum skora ég á íslensk stjórnvöld að virða mannréttindi íslenskra sjómanna. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar samþykkti Alþingi að leyfa strandveiðar sem ekki væru háðar því að menn ættu eða leigðu til sín kvóta. Það var fagnaðarefni. Núverandi fiskveiðistjórnarkerfi hefur leitt til þess að fjöldi sjómanna er nú leiguliðar sægreifa sem drottna yfir auðlindinni. Leiguliðanir hafa þurft að leigja kvóta og borgað allt upp í 80-90% af verðmæti landaðs afla til sægreifanna. Margir hafa fyrir vikið gefist upp. Það verður að koma í veg fyrir að hægt sé að hneppa menn í ánauð á þeim forsendum að verið sé að vernda fiskistofnana og auka hagræðingu í greininni. Allir þeir sem hafa fylgst með fiskveiðum frá því að kvótakerfið var sett á vita að markmiðum þess hefur aldrei verið náð. Eina markmið þess í dag virðist því vera að viðhalda eignarhaldi á kvótanum og vernda með því sérhagsmuni fárra á kostnað almennings. Strandveiðikerfið er spor í rétta átt til að breyta núverandi kerfi og þar með að koma til móts við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem hefur ályktað að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi brjóti mannréttindi sem varða atvinnufrelsi. Í sumar hafa um 400 handfærabátar stundað strandveiðar. Á sumum bátum hafa tveir verið á. Hagræðing þess fyrir land og þjóð er margvísleg. Fyrst má nefna að allur fiskur sem veiðist hefur með þessum hætti farið á innlendan fiskmarkað sem hefur átt þátt í að auka fiskvinnslu í landi. Veiðarnar hafa leitt til aukinna tekna fyrir alla. Sveitarfélögin hafa fengið hærri hafnargjöld og útsvar. Ríkið fær meiri tekjur í formi skatta. Fleiri störf hafa orðið til og þó svo að það sé tímabundið er það betra en ekkert. Fyrir næsta sumar þarf að setja fleiri tonn í þennan pott sem strandveiðimenn mega veiða úr og ætti hann að mínu áliti að vera átta til tíu þúsund tonn. Einnig ætti að lengja veiðitímabilið, sem ætti að ná frá 1. apríl til 1. september. Sumum strandveiðisjómönnum, sem hafa verið leiguliðar hingað til, finnst að þeir séu nú aftur orðnir frjálsir menn þar sem þeir fá nú fullt verð fyrir aflann og þurfa ekki að greiða sægreifum fyrir aðgang að veiðiheimildum. Að lokum skora ég á íslensk stjórnvöld að virða mannréttindi íslenskra sjómanna. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun