Hraðbraut nýrra tækifæra Eyþór Ívar Jónsson skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Framtíð Íslands verður að miklu leyti að byggjast á nýjum fyrirtækjum. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að skilja að fyrirtæki er einstakt tæki til þess að skapa verðmæti, störf og hagvöxt. Um þessar mundir er flestum umhugað um atvinnu enda er langt síðan atvinnuleysi hefur mælst eins mikið hér á landi og nú. Það er sérstaklega mikið áfall í ljósi þess að atvinnuleysi, umfram svokallað náttúrulegt atvinnuleysi, hefur ekki þekkst á Íslandi um áratuga skeið. Hægt er að skapa atvinnu með margvíslegum hætti og yfirleitt er hin hagfræðilega aðgerð farin að ríkið fari út í vinnuaflsfrekar aðgerðir til þess að skapa atvinnu. Reyndar gætir ákveðins misskilnings um að þessar aðgerðir þurfi að vera fjármagnsfrekar stórframkvæmdir. Stundum felst í þessum aðgerðum verðmætasköpun en oft virðist eins og verið sé að kasta krónunni til að skapa eyrinn. Þó eru til dæmi um verkefni sem hafa endurskapað innviði samfélags og skapað grundvöll til hagvaxtar. Langtímaávinningur er þó ekki meginmálið í efnahagskrísu heldur að koma hjólum hagkerfisins aftur af stað. Engu að síður skiptir það miklu máli í uppbyggingu hvernig störf eru búin til fyrir framtíðarsýn þjóðarinnar. Mýs, gasellur eða fílarBandaríski hagfræðingurinn David Birch spurði eitt sinn hvers konar fyrirtæki það væru sem sköpuðu störf. Hann bar saman stórfyrirtæki með fleiri en 500 starfsmenn (fíla), smáfyrirtæki með færri en tuttugu starfsmenn (mýs) og ört vaxandi fyrirtæki (gasellur). Í stuttu máli voru það mýsnar og sérstaklega gasellurnar sem sköpuðu störfin. Seinni tíma rannsóknir hafa svo sýnt að mýs og gasellur eru sérstaklega mikilvægar í niðursveiflu þar sem stórfyrirtæki segja þá upp frekar en að ráða starfsfólk. Lykilboðskapurinn í rannsóknum Birch og mörgum seinni tíma rannsóknum á atvinnusköpun er að gasellurnar leika mikilvægasta hlutverkið í atvinnusköpun enda er þörf fyrir ný störf í ört vaxandi fyrirtækjum. Verðmætasköpun þessara fyrirtækja er þó kannski enn mikilvægari. Til þess að vaxa verða þessi fyrirtæki að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini. Þá er mikilvægt að leiðrétta misskilning sem oft gætir í umræðunni um gasellur, að fyrirtæki sem vaxa með uppkaupum, kaupum á öðrum fyrirtækjum, eru ekki endilega að skapa ný störf þar sem þau yfirtaka einfaldlega starfsmenn annarra fyrirtækja.Rannsóknir á uppkaupum hafa líka margsýnt að í flestum tilvikum eru uppkaup of dýru verði keypt, sem íslenskir viðskiptamenn eru að læra núna. Verðmætasköpunin tengist miklu frekar innri vexti fyrirtækja; hvernig fyrirtæki skapa til dæmis nýjar vörur og þjónustu sem viðskiptavinir vilja kaupa. Best væri ef slík verðmætasköpun tengdist sjálfbærni frekar en skammtímaneysluhegðun. Þessar gasellur sem skapa bæði störf og verðmæti eru þess vegna draumur hvers hagkerfis. Draumur hvers hagkerfisGasellur hagkerfisins eru mikilvægar en tiltölulega fáar. Rannsóknir benda til að þær eru yfirleitt ekki fleiri en 2-5% af öllum nýjum fyrirtækjum sem eru stofnuð. Mikilvægi þessara fyrirtækja hefur ýtt af stað rannsóknum sem ganga út á að gera greinarmun á eiginleikum þessara fyrirtækja og annarra sem vaxa hægar. Ein niðurstaða sem hefur komið fram í þessum rannsóknum en margir halda ranglega á lofti er að þessi fyrirtæki snúast ekki endilega um verulega nýsköpun, nýnæmi eða eru hluti af hátæknigeira eða einhverjum nýjum atvinnugeirum. Gasellur geta orðið til í flestum atvinnugeirum og snúast oft miklu frekar um að grípa tækifærið, góð úrræði, framtíðarsýn, tengslanet og skynsamlega notkun auðlinda - þar á meðal starfsmanna. Reyndar hefur orðið til talsverð flóra af kenningum sem fjalla um einkenni slíkra fyrirtækja en engu að síður hefur skapast talsverður skilningur á hvað er mikilvægt að leggja áherslu á til þess að skapa fyrirtæki sem eiga möguleika á að verða gasellur framtíðarinnar. Hér á landi hefur Klak - Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins búið til vettvang fyrir uppbyggingu slíkra fyrirtækja sem nefnist Viðskiptasmiðjan - Hraðbraut nýrra fyrirtækja.Það sem er einstætt við þessa hraðbraut er að hún byggir á þeirri vitneskju sem við höfum um gasellur og ný og árangursrík fyrirtæki. Ísland hefur þar með tekið stökk í frumkvöðlamálum og er að vissu leyti búið að ná upp tíu ára forskoti nágrannaþjóða okkar á þessum vettvangi. Það er hins vegar mikilvægt að þessi hraðbraut verði nýtt eins vel og kostur er til þess að byggja upp fyrirtæki sem geta skapað atvinnu og verðmæti sem eru ekki einungis mikilvæg fyrir Ísland til skamms tíma heldur nauðsynleg fyrir framtíð Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Klaks - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og dósent við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Framtíð Íslands verður að miklu leyti að byggjast á nýjum fyrirtækjum. Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að skilja að fyrirtæki er einstakt tæki til þess að skapa verðmæti, störf og hagvöxt. Um þessar mundir er flestum umhugað um atvinnu enda er langt síðan atvinnuleysi hefur mælst eins mikið hér á landi og nú. Það er sérstaklega mikið áfall í ljósi þess að atvinnuleysi, umfram svokallað náttúrulegt atvinnuleysi, hefur ekki þekkst á Íslandi um áratuga skeið. Hægt er að skapa atvinnu með margvíslegum hætti og yfirleitt er hin hagfræðilega aðgerð farin að ríkið fari út í vinnuaflsfrekar aðgerðir til þess að skapa atvinnu. Reyndar gætir ákveðins misskilnings um að þessar aðgerðir þurfi að vera fjármagnsfrekar stórframkvæmdir. Stundum felst í þessum aðgerðum verðmætasköpun en oft virðist eins og verið sé að kasta krónunni til að skapa eyrinn. Þó eru til dæmi um verkefni sem hafa endurskapað innviði samfélags og skapað grundvöll til hagvaxtar. Langtímaávinningur er þó ekki meginmálið í efnahagskrísu heldur að koma hjólum hagkerfisins aftur af stað. Engu að síður skiptir það miklu máli í uppbyggingu hvernig störf eru búin til fyrir framtíðarsýn þjóðarinnar. Mýs, gasellur eða fílarBandaríski hagfræðingurinn David Birch spurði eitt sinn hvers konar fyrirtæki það væru sem sköpuðu störf. Hann bar saman stórfyrirtæki með fleiri en 500 starfsmenn (fíla), smáfyrirtæki með færri en tuttugu starfsmenn (mýs) og ört vaxandi fyrirtæki (gasellur). Í stuttu máli voru það mýsnar og sérstaklega gasellurnar sem sköpuðu störfin. Seinni tíma rannsóknir hafa svo sýnt að mýs og gasellur eru sérstaklega mikilvægar í niðursveiflu þar sem stórfyrirtæki segja þá upp frekar en að ráða starfsfólk. Lykilboðskapurinn í rannsóknum Birch og mörgum seinni tíma rannsóknum á atvinnusköpun er að gasellurnar leika mikilvægasta hlutverkið í atvinnusköpun enda er þörf fyrir ný störf í ört vaxandi fyrirtækjum. Verðmætasköpun þessara fyrirtækja er þó kannski enn mikilvægari. Til þess að vaxa verða þessi fyrirtæki að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini. Þá er mikilvægt að leiðrétta misskilning sem oft gætir í umræðunni um gasellur, að fyrirtæki sem vaxa með uppkaupum, kaupum á öðrum fyrirtækjum, eru ekki endilega að skapa ný störf þar sem þau yfirtaka einfaldlega starfsmenn annarra fyrirtækja.Rannsóknir á uppkaupum hafa líka margsýnt að í flestum tilvikum eru uppkaup of dýru verði keypt, sem íslenskir viðskiptamenn eru að læra núna. Verðmætasköpunin tengist miklu frekar innri vexti fyrirtækja; hvernig fyrirtæki skapa til dæmis nýjar vörur og þjónustu sem viðskiptavinir vilja kaupa. Best væri ef slík verðmætasköpun tengdist sjálfbærni frekar en skammtímaneysluhegðun. Þessar gasellur sem skapa bæði störf og verðmæti eru þess vegna draumur hvers hagkerfis. Draumur hvers hagkerfisGasellur hagkerfisins eru mikilvægar en tiltölulega fáar. Rannsóknir benda til að þær eru yfirleitt ekki fleiri en 2-5% af öllum nýjum fyrirtækjum sem eru stofnuð. Mikilvægi þessara fyrirtækja hefur ýtt af stað rannsóknum sem ganga út á að gera greinarmun á eiginleikum þessara fyrirtækja og annarra sem vaxa hægar. Ein niðurstaða sem hefur komið fram í þessum rannsóknum en margir halda ranglega á lofti er að þessi fyrirtæki snúast ekki endilega um verulega nýsköpun, nýnæmi eða eru hluti af hátæknigeira eða einhverjum nýjum atvinnugeirum. Gasellur geta orðið til í flestum atvinnugeirum og snúast oft miklu frekar um að grípa tækifærið, góð úrræði, framtíðarsýn, tengslanet og skynsamlega notkun auðlinda - þar á meðal starfsmanna. Reyndar hefur orðið til talsverð flóra af kenningum sem fjalla um einkenni slíkra fyrirtækja en engu að síður hefur skapast talsverður skilningur á hvað er mikilvægt að leggja áherslu á til þess að skapa fyrirtæki sem eiga möguleika á að verða gasellur framtíðarinnar. Hér á landi hefur Klak - Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins búið til vettvang fyrir uppbyggingu slíkra fyrirtækja sem nefnist Viðskiptasmiðjan - Hraðbraut nýrra fyrirtækja.Það sem er einstætt við þessa hraðbraut er að hún byggir á þeirri vitneskju sem við höfum um gasellur og ný og árangursrík fyrirtæki. Ísland hefur þar með tekið stökk í frumkvöðlamálum og er að vissu leyti búið að ná upp tíu ára forskoti nágrannaþjóða okkar á þessum vettvangi. Það er hins vegar mikilvægt að þessi hraðbraut verði nýtt eins vel og kostur er til þess að byggja upp fyrirtæki sem geta skapað atvinnu og verðmæti sem eru ekki einungis mikilvæg fyrir Ísland til skamms tíma heldur nauðsynleg fyrir framtíð Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Klaks - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og dósent við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar