Innlent

Pústrar í Vestmannaeyjum

Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni þrátt fyrir að engin alvarleg mál hafi komið upp.

Nokkuð var um pústra, bæði við skemmtistaði bæjarins og inni á heimilum. Engin kæra hefur verið lögð fram vegna málanna þannig það er líklegt að þeir ágreiningar sem voru orsök pústranna hafi verið leystir án frekari eftirmála.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna hraðakstur en hann mældist á 72 km/klst. á Hamarsvegi en þar er hámarkshraði 50 km/klst.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglunni í vikunni án þess þó að slys hafi orðið á fólki.

Í fyrra tilvikinu missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Kirkjuvegi með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti á vegg við Landakirkju.

Í seinna tilvikinu varð árekstur tveggja bifreiða við Krónuna. Rekja má óhappið til hálku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×