Innlent

Ungir bændur ánægðir með skipun vinnuhóps

Stjórn Samtaka ungra bænda, fagnar því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrra hefur skipað vinnuhóp til að fjalla um breytingar sem verða á eignarhaldi bújarðar vegna bankahrunsins og að vilji sé fyrir hendi til að tryggja að jarðir fari ekki úr landbúnaðarnotkun og leitast sé við að tryggja áframhaldandi búsetur á þeim.

Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að skynsöm nýting landbúnaðarlands til búvöruframleiðslu og traust búseta sé forsenda fyrir því að hægt sé að nota auðlindir landsins til að tryggja fæðuöryggi landsins og hægt sé að halda uppi lágmarks framleiðslustigi af landbúnaðarafurðum.

„Helstu baráttumál Samtaka ungra bænda eru að horft sé til framtíðar hvað þetta varðar og að gefin séu skýr skilaboð um að ætlunin sé að áfram verði stundaður öflugur landbúnaður á Íslandi," segir ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×