Pólitískar vinaráðningar Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 11. nóvember 2009 06:00 Ein birtingarmynd kunningjaþjóðfélagsins er kunningjakapítalisminn. Þar hafa fjölskyldu-, vina og pólitísk hagsmuna- og kunningjatengsl myndað náið samband stjórnmála, stjórnsýslu og viðskipta. Einkavinavæðing og einhvers konar „ástarsamband" milli stjórnmálamanna og ýmissa framámanna í viðskiptalífinu eru þannig ein birtingarmynd kunningjakapítalismans. Önnur birtingarmynd kunningjaþjóðfélagsins er það kunningjasamfélag sem verður til innan opinberrar stjórnsýslu við það að ættar- vina og pólitísk hagsmuna- og kunningjatengsl ráða meiru við ráðningar í embætti og störf hjá hinu opinbera en hæfni, þekking og reynsla. Þetta kallast í daglegu tali pólitískur klíkuskapur, eða pólitískar vinaráðningar (e. political cronyism). Pólitískar vinaráðningar þekkjast víða, en eru hvað útbreiddastar í vanþróuðum ríkjum. Þegar pólitískar vinaráðningar hafa viðgengist um margra ára skeið og sami stjórnmálaflokkur eða flokkar hafa verið við völd lengi verður til kunningjasamfélag innan stjórnsýslunnar, þ.e. kunningjastjórnsýsla. Pólitískum vinaráðningum fylgja oftast væntingar um hollustu og hlýðni. Stundum er um ákveðinn vinargreiða ræða. Það breytir því þó ekki að hvort heldur sem er, þá myndast í kjölfarið samband milli þess sem ræður og þess sem er ráðinn, samband sem líkja má við „skjólstæðingssamband" (e. clientelism), þar sem sá sem tekur ákvörðun um ráðningu er orðinn „verndari" (e. patron) þess sem er ráðinn. Við það ráðningarsamband sem skapast við pólitískar ráðningar verða til ákveðnar aðstæður þar sem sá sem ræður telur sig geta með nokkurri vissu sagt fyrir um hvernig sá sem er ráðinn hagar ákvörðunum sínum. Þetta þykir mörgum stjórnmálamönnum kostur þar sem opinber stjórnsýsla fæst við undirbúning ákvarðana og mörkun stefnu í sameiginlegum málum þjóðarinnar. Þar mætast oft ólíkir hagsmunir almennings og einkaaðila. Kunningjastjórnsýsla þarf ekki að þýða að innan stjórnsýslunnar, þ.e. ráðuneytanna sé að finna eitt allsherjar kærleiksheimili kunningja. Nei, öðru nær. Í kunningjastjórnsýslum ríkir oft mikil óvissa, einkum við ráðherraskipti. Þegar hinn „pólitíski verndari" er horfinn af svæðinu skapast óöryggi hjá „skjólstæðingnum". Kvíði, innri átök og valdabarátta geta hafist milli einstaklinga og jafnvel heilu deildanna innan ráðuneytanna á meðan menn keppast við að ná athygli nýja ráðherrans. Að komast í „náðina" skiptir miklu til að losna úr viðjum gamla „skjólstæðingssambandsins", sanna sitt eigið ágæti eða fá ný tækifæri. Við þessar aðstæður getur kunningjastjórnsýslan hæglega orðið að kerfi sem byrjar að þjóna sjálfu sér. Pólitískar vinaráðningar veikja því stjórnsýsluna. Pólitískar vinaráðningar gera stjórnsýsluna pólitískari. Við ákvarðanatöku kann faglegt mat að markast af pólitísku mati, vegna þess að menn óttast að faglegt mat sem er á skjön við hið pólitíska verði túlkað sem óhollusta. Pólitískt mat getur þannig fengið meira vægi við undirbúning ákvarðana en faglegt mat. Skilin milli þess faglega og þess pólitíska verða óljós. Því pólitískari sem stjórnsýslan verður því minna gegnsæi og þeim mun óljósari ábyrgð. Neikvæð áhrif pólitískra vinaráðninga eru meiri í fámennum samfélögum en stærri samfélögum og ýmsir eiginleikar kunningjastjórnsýslunnar eru þar hraðvirkari og víðtækari. Kunningjastjórnsýslan er t.d. algengasti farvegur skilaboða eða viðvarana til einstaklinga innan sem utan stjórnsýslunnar og því eitt helsta burðarvirki þöggunar og bælingar á gagnrýnni umræðu í samfélaginu. Fyrir stjórnmálamenn sem vilja hafa stjórn á hinni opinberu umræðu getur kunningjastjórnsýslan því ekki aðeins verið mjög gagnleg heldur mjög áhrifarík vegna þess að í fámenninu eru skilin milli einkalífs og vinnu nánast engin. Þar er í færri hús að venda fyrir gagnrýnisraddir og þar eiga menn því oft meira undir ráðherrum og stjórnmálamönnum en raunin er í stærri samfélögum sem bjóða upp á margbreytileika og fleiri möguleika og tækifæri fyrir fólk sem hefur sérhæft sig til að þjóna hagsmunum almennings. Hvað er til ráða? Setja þarf á laggirnar ráðningarstofu stjórnsýslunnar sem starfi undir eftirliti þingskipaðrar nefndar og hafi það hlutverk að ráða í öll embætti og áhrifastöður innan stjórnsýslunnar. Ráðningarstofan sjái til þess að stjórnarráðið og stofnanir þess búi ávallt yfir bestu fáanlegri hæfni og getu sem stjórnvöld þurfa á að halda á hverjum tíma. Með tilkomu hennar mun fækka þeim kærum til umboðsmanns Alþingis sem geta leitt til skaðabóta á hendur ríkinu. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Ein birtingarmynd kunningjaþjóðfélagsins er kunningjakapítalisminn. Þar hafa fjölskyldu-, vina og pólitísk hagsmuna- og kunningjatengsl myndað náið samband stjórnmála, stjórnsýslu og viðskipta. Einkavinavæðing og einhvers konar „ástarsamband" milli stjórnmálamanna og ýmissa framámanna í viðskiptalífinu eru þannig ein birtingarmynd kunningjakapítalismans. Önnur birtingarmynd kunningjaþjóðfélagsins er það kunningjasamfélag sem verður til innan opinberrar stjórnsýslu við það að ættar- vina og pólitísk hagsmuna- og kunningjatengsl ráða meiru við ráðningar í embætti og störf hjá hinu opinbera en hæfni, þekking og reynsla. Þetta kallast í daglegu tali pólitískur klíkuskapur, eða pólitískar vinaráðningar (e. political cronyism). Pólitískar vinaráðningar þekkjast víða, en eru hvað útbreiddastar í vanþróuðum ríkjum. Þegar pólitískar vinaráðningar hafa viðgengist um margra ára skeið og sami stjórnmálaflokkur eða flokkar hafa verið við völd lengi verður til kunningjasamfélag innan stjórnsýslunnar, þ.e. kunningjastjórnsýsla. Pólitískum vinaráðningum fylgja oftast væntingar um hollustu og hlýðni. Stundum er um ákveðinn vinargreiða ræða. Það breytir því þó ekki að hvort heldur sem er, þá myndast í kjölfarið samband milli þess sem ræður og þess sem er ráðinn, samband sem líkja má við „skjólstæðingssamband" (e. clientelism), þar sem sá sem tekur ákvörðun um ráðningu er orðinn „verndari" (e. patron) þess sem er ráðinn. Við það ráðningarsamband sem skapast við pólitískar ráðningar verða til ákveðnar aðstæður þar sem sá sem ræður telur sig geta með nokkurri vissu sagt fyrir um hvernig sá sem er ráðinn hagar ákvörðunum sínum. Þetta þykir mörgum stjórnmálamönnum kostur þar sem opinber stjórnsýsla fæst við undirbúning ákvarðana og mörkun stefnu í sameiginlegum málum þjóðarinnar. Þar mætast oft ólíkir hagsmunir almennings og einkaaðila. Kunningjastjórnsýsla þarf ekki að þýða að innan stjórnsýslunnar, þ.e. ráðuneytanna sé að finna eitt allsherjar kærleiksheimili kunningja. Nei, öðru nær. Í kunningjastjórnsýslum ríkir oft mikil óvissa, einkum við ráðherraskipti. Þegar hinn „pólitíski verndari" er horfinn af svæðinu skapast óöryggi hjá „skjólstæðingnum". Kvíði, innri átök og valdabarátta geta hafist milli einstaklinga og jafnvel heilu deildanna innan ráðuneytanna á meðan menn keppast við að ná athygli nýja ráðherrans. Að komast í „náðina" skiptir miklu til að losna úr viðjum gamla „skjólstæðingssambandsins", sanna sitt eigið ágæti eða fá ný tækifæri. Við þessar aðstæður getur kunningjastjórnsýslan hæglega orðið að kerfi sem byrjar að þjóna sjálfu sér. Pólitískar vinaráðningar veikja því stjórnsýsluna. Pólitískar vinaráðningar gera stjórnsýsluna pólitískari. Við ákvarðanatöku kann faglegt mat að markast af pólitísku mati, vegna þess að menn óttast að faglegt mat sem er á skjön við hið pólitíska verði túlkað sem óhollusta. Pólitískt mat getur þannig fengið meira vægi við undirbúning ákvarðana en faglegt mat. Skilin milli þess faglega og þess pólitíska verða óljós. Því pólitískari sem stjórnsýslan verður því minna gegnsæi og þeim mun óljósari ábyrgð. Neikvæð áhrif pólitískra vinaráðninga eru meiri í fámennum samfélögum en stærri samfélögum og ýmsir eiginleikar kunningjastjórnsýslunnar eru þar hraðvirkari og víðtækari. Kunningjastjórnsýslan er t.d. algengasti farvegur skilaboða eða viðvarana til einstaklinga innan sem utan stjórnsýslunnar og því eitt helsta burðarvirki þöggunar og bælingar á gagnrýnni umræðu í samfélaginu. Fyrir stjórnmálamenn sem vilja hafa stjórn á hinni opinberu umræðu getur kunningjastjórnsýslan því ekki aðeins verið mjög gagnleg heldur mjög áhrifarík vegna þess að í fámenninu eru skilin milli einkalífs og vinnu nánast engin. Þar er í færri hús að venda fyrir gagnrýnisraddir og þar eiga menn því oft meira undir ráðherrum og stjórnmálamönnum en raunin er í stærri samfélögum sem bjóða upp á margbreytileika og fleiri möguleika og tækifæri fyrir fólk sem hefur sérhæft sig til að þjóna hagsmunum almennings. Hvað er til ráða? Setja þarf á laggirnar ráðningarstofu stjórnsýslunnar sem starfi undir eftirliti þingskipaðrar nefndar og hafi það hlutverk að ráða í öll embætti og áhrifastöður innan stjórnsýslunnar. Ráðningarstofan sjái til þess að stjórnarráðið og stofnanir þess búi ávallt yfir bestu fáanlegri hæfni og getu sem stjórnvöld þurfa á að halda á hverjum tíma. Með tilkomu hennar mun fækka þeim kærum til umboðsmanns Alþingis sem geta leitt til skaðabóta á hendur ríkinu. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun