Viðskipti innlent

Ríkið nær samningum við Saga Capital

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Frá opnun Saga Capital á Akureyri. Á myndinni eru Björgvin G. Sigurðsson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson.
Frá opnun Saga Capital á Akureyri. Á myndinni eru Björgvin G. Sigurðsson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson.

Samningar hafa nú náðst við Saga Capital vegna 15 milljarða króna skuld sem til komin er vegna endurhverfa viðskipta. Lánið greiðist upp á sjö árum. Ekki er búið að semja við önnur fjármálafyrirtæki en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir viðræður í gangi. Hann vonast til að endurskipulagningu á fjármálakerfinu verði lokið innan fárra vikna.

Það er ekki hægt að lofa því að vandi allra fjármálafyrirtækja sé leysanlegur segir Steingrímur, og bætir við að viðræður séu nú í gangi um skuldir fjármálafyrirtækja vegna endurhverfa viðskipta við Seðlabanka Íslands.

Endurhverf viðskipti fela í sér að fjármálafyrirtæki kaupa skuldabréf og veðsetja þau svo gegn láni frá Seðlabankanum með samningi um að kaupa skuldabréfin aftur síðar.

Flest smærri fjármálafyrirtæki hér á landi voru í svona viðskiptum við Seðlabankann. Þegar bankarnir féllu var ljóst að skuldabréf útgefin af þeim voru verðlaus og gerði Seðlabankinn í kjölfarið veðkall á fjármálafyrirtækin. Ríkið tók svo viðskiptin yfir og var skuld fjármálafyrirtækja vegna þeirra 270 milljarðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×