Viðskipti innlent

Sparisjóðirnir verða opnir á morgun

SPRON verður eini bankinn sem ekki opnar á morgun.
SPRON verður eini bankinn sem ekki opnar á morgun.

Sparisjóðirnir hafa sent frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að starfsemi sparisjóðanna muni vera eðlileg á morgun, mánudaginn 23. mars, fyrir utan SPRON. Heimabankar verða einnig aðgengilegir.

Fréttatilkynningin er svohljóðandi:

Með þeim samhæfu aðgerðum sem stjórnvöld á Íslandi hafa gripið til er ætlað að verja hagsmuni viðskiptavina sparisjóðanna og tryggja bankaþjónustu um land allt.

Í fréttatilkynningu viðskiptaráðuneytisins er sagt að með aðgerðunum hafi styrkum stoðum verið skotið undir áframhaldandi starfsemi sparisjóða. Sparisjóðunum verður þar með gert kleift að taka virkan þátt í endurreisn hagkerfisins með eftirfarandi markmið að leiðarljósi:

Að tryggðir verði sem fjölbreyttastir valkostir neytenda í fjármálaþjónustu

Að fjármálaþjónusta verði í boði um land allt

Að hagræðingu verði náð fram í rekstri sparisjóðanna

Að samfélagslegt hlutverk sparisjóðanna verði tryggt.

Með þessum aðgerðum telja stjórnvöld að styrkari stoðum hafi verið skotið undir bankakerfið og að kostnaður ríkissjóðs verði vel innan settra marka í fjárlögum.

Miðað við að 92% Íslendinga telja það vera mikilvægt að sparisjóðirnir starfi áfram á íslenskum fjármálamarkaði og þau skýru skilaboð sem fram koma hjá stjórnvöldum þá munu sparisjóðirnir standa sína ábyrgð með því að leggja áfram höfuðáherslu á að þjónusta íslenskt samfélag og munu halda því áfram með því að veita áfram alla almenna bankaþjónustu sem byggir á enn hagkvæmari rekstrareiningum með áherslu á persónulega þjónustu.

Ríkisstjórn Íslands áréttar að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi eru tryggðar að fullu. Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja sem trygging innstæðudeildar Tryggingasjóðs innstæðueigenda tekur til.

Starfsemi Sparisjóðanna á Íslandi annarra Spron verður með eðlilegum hætti strax við opnun sparisjóðanna í fyrramálið mánudaginn 23. mars. Þjónustustaðir um land allt verða opnir og Heimabankinn aðgengilegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×