Skuldir Landsvirkjunar nema 380 milljörðum 28. október 2009 13:43 Um mitt ár 2009 námu heildarskuldir Landsvirkjunar 3,1 milljarði Bandaríkjadala eins og fram kemur í árshlutareikningi fyrirtækisins. Skuldirnar nema því um 380 milljörðum króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram á vefsíðu Landsvirkjunar þar sem leytast er við að svara ýmsum rangfærslum um stöðu fyrirtækisins á undanförnum vikum. Á vefsíðunni segir að á móti þessu verður að meta eignirnar. Heildareignir Landsvirkjunar námu á sama tíma 4,5 milljörðum dollara eða sem nemur 557 milljörðum króna. Eigin fé Landsvirkjunar er því tæplega 180 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið 31,2%. Þetta er meira eigin fé en hjá Íslandsbanka og nýja Kaupþingi samanlagt. Uppgjör á fyrra helmingi þessa árs sýnir góðan hagnað og mikið fjárstreymi frá rekstri fyrirtækisins. Meðal þeirra spurninga sem svarað er á vefsíðunni er sú að vegna skuldastöðu Landsvirkjunar er getum að því leitt að fyrirtækið sé í raun í eigu kröfuhafa. Sem svar við þessu segir: „Rétt er að Landsvirkjun skuldar verulegt fé eftir að hafa þrefaldað framleiðslugetu fyrirtækisins frá árinu 1995 með byggingu Sultartangavirkjunar, Vatnsfellsvirkjunar og Hágöngumiðlunar, stækkunar virkjana við Búrfell, Blöndu og Kröflu, að ógleymdri Kárahnjúkavirkjun auk fjölmargra annarra smárra og stórra verkefna. Allt var þetta gert á grundvelli alþjóðlegrar fjármögnunar og án þess að nýtt eigið fé væri lagt til fyrirtækisins. Eiginfjárstaða Landsvirkjunar er afar sterk miðað við velflest innlend fyritæki sem mörg hver hafa lent í erfiðleikum í kjölfar gengishruns krónunnar. Því er augljóst að fullyrðingin á ekki við nein rök að styðjast. Ef Landsvirkjun teldist vera í eigu kröfuhafa þá ætti hið sama við um nær öll önnur fyrirtæki hérlendis, bæði í ríkiseigu og einkaeigu. Ef átt er við vandamál sem nú eru með erlenda fjármögnun þá hefur það ekkert með Landsvirkjun að gera. Landsvirkjun á laust fé að fjárhæð um 340 milljónir dollara eða sem nemur ríflega 40 milljörðum króna. Þetta fé dugar til að byggja tæplega tvær Búðarhálsvirkjanir. Erlendir lánsfjármarkaðir eru hins vegar lokaðir íslenskum aðilum vegna sérstakra aðstæðna sem snúa að íslenska ríkinu. Á meðan ástandið er með þeim hætti er óábyrgt af hálfu Landsvirkjunar að ráðast í nýjar framkvæmdir nema að fyrirtækið hafi fjármagnað þær að fullu með nýjum langtímalánum. Að því er unnið. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Um mitt ár 2009 námu heildarskuldir Landsvirkjunar 3,1 milljarði Bandaríkjadala eins og fram kemur í árshlutareikningi fyrirtækisins. Skuldirnar nema því um 380 milljörðum króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram á vefsíðu Landsvirkjunar þar sem leytast er við að svara ýmsum rangfærslum um stöðu fyrirtækisins á undanförnum vikum. Á vefsíðunni segir að á móti þessu verður að meta eignirnar. Heildareignir Landsvirkjunar námu á sama tíma 4,5 milljörðum dollara eða sem nemur 557 milljörðum króna. Eigin fé Landsvirkjunar er því tæplega 180 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið 31,2%. Þetta er meira eigin fé en hjá Íslandsbanka og nýja Kaupþingi samanlagt. Uppgjör á fyrra helmingi þessa árs sýnir góðan hagnað og mikið fjárstreymi frá rekstri fyrirtækisins. Meðal þeirra spurninga sem svarað er á vefsíðunni er sú að vegna skuldastöðu Landsvirkjunar er getum að því leitt að fyrirtækið sé í raun í eigu kröfuhafa. Sem svar við þessu segir: „Rétt er að Landsvirkjun skuldar verulegt fé eftir að hafa þrefaldað framleiðslugetu fyrirtækisins frá árinu 1995 með byggingu Sultartangavirkjunar, Vatnsfellsvirkjunar og Hágöngumiðlunar, stækkunar virkjana við Búrfell, Blöndu og Kröflu, að ógleymdri Kárahnjúkavirkjun auk fjölmargra annarra smárra og stórra verkefna. Allt var þetta gert á grundvelli alþjóðlegrar fjármögnunar og án þess að nýtt eigið fé væri lagt til fyrirtækisins. Eiginfjárstaða Landsvirkjunar er afar sterk miðað við velflest innlend fyritæki sem mörg hver hafa lent í erfiðleikum í kjölfar gengishruns krónunnar. Því er augljóst að fullyrðingin á ekki við nein rök að styðjast. Ef Landsvirkjun teldist vera í eigu kröfuhafa þá ætti hið sama við um nær öll önnur fyrirtæki hérlendis, bæði í ríkiseigu og einkaeigu. Ef átt er við vandamál sem nú eru með erlenda fjármögnun þá hefur það ekkert með Landsvirkjun að gera. Landsvirkjun á laust fé að fjárhæð um 340 milljónir dollara eða sem nemur ríflega 40 milljörðum króna. Þetta fé dugar til að byggja tæplega tvær Búðarhálsvirkjanir. Erlendir lánsfjármarkaðir eru hins vegar lokaðir íslenskum aðilum vegna sérstakra aðstæðna sem snúa að íslenska ríkinu. Á meðan ástandið er með þeim hætti er óábyrgt af hálfu Landsvirkjunar að ráðast í nýjar framkvæmdir nema að fyrirtækið hafi fjármagnað þær að fullu með nýjum langtímalánum. Að því er unnið.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira