Viðskipti innlent

Atorka vinnur að framlengingu á kyrrstöðusamningi

Þann 10. febrúar tilkynnti Atorka um samning um kyrrstöðu til 20. mars 2009 í tveimur skuldabréfaflokkum við viðskiptabanka félagsins. Atorka vinnur nú að framlengingu á samningnum.

Í tilkynningu segir að á fyrrgreindu tímabili féllu vaxtagjalddagar í flokkunum sem Atorka greiddi til allra aðila sem standa fyrir utan kyrrstöðusamninginn.

Atorka vinnur nú að frekari framlengingu á kyrrstöðusamningnum í góðri samvinnu við aðila samkomulagsins og mun félagið tilkynna um niðurstöðu um leið og hún liggur fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×