Viðskipti innlent

New York flugi Iceland Express vel tekið

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri.
Matthías Imsland, framkvæmdastjóri.

Sala á flugsætum til New York á vegum Iceland Express næsta sumar hefur fengið fljúgandi start og hefur salan komið forsvarsmönnum fyrirtækisins gríðarlega á óvart. Matthías Imsland framkvæmdastjóri segir að þegar hafi þeir selt rúmlega fjórðung þeirra sæta sem til stóð að selja hér á landi. „Þessi sterku viðbrögð hafa komið okkur mjög á óvart og fólk virðist tilbúið til þess að stökkva á að komast til New York á góðu verði," segir hann.

Salan fór strax vel af stað á hádegi í gær og segir Matthías að undirtektirnar hafi verið jafn góðar í dag. Að hans sögn mun félagið að öllum líkindum bæta við sætum. „Við tökum væntanlega sæti af öðrum mörkuðum til þess að selja hér á landi í ljósi viðtakanna," segir Matthías.

Boðið er upp á flug til New York fjórum sinnum í viku frá 1. júní til 31. ágúst 2010.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×