Viðskipti innlent

Gjaldeyrislekinn stöðvaður

Tilkynnt verður á næstu klukkustund um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft, eftir því sem heimildir fréttastofu herma.

Tilgangur breytinganna er að koma í veg fyrir svonefndan „leka" sem ráðamenn hafa getið um í fréttum undanfarið. Gengi krónunnar hefur lækkað verulega undanfarnar vikur.

Rætt hefur verið um að útflytjendur selji afurðir í útlöndum, fyrir íslenskar krónur til ákveðins milligönguaðila. Sá selur fiskinn siðan aftur fyrir evrur og skiptir þeim yfir í krónur á hærra gengi en fengist fyrir þær hér á landi, enda er gengi krónunnar mun lægra á erlendum mörkuðum en hér á landi.

Það veldur því að erlendi gjaldeyririnn skilar sér ekki til landsins sem veldur þrýstingi á gengi krónunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×